Skipulag

Fjármála- og efnahagsráðuneyti starfar samkvæmt:

Samkvæmt 17. gr. laga nr. 115/2011 kveður ráðherra á um skiptingu ráðuneytisins í skrifstofur eftir verkefnum. Skipulag ráðuneytisins er í meginatriðum þannig:

  1. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Staðgengill hans skal koma úr röðum skrifstofustjóra samkvæmt ákvörðun ráðuneytisstjóra.
  2. Með ráðherra starfa einn til tveir aðstoðarmenn.
  3. Skrifstofu eða sviði, sem er ígildi skrifstofu í skilningi Stjórnarráðslaga, stýrir skrifstofustjóri.
  4. Sérfræðingar starfa innan einstakra skrifstofa eða sviða. Sama gildir um annað starfsfólk. Ráðuneytisstjóri setur skrifstofustjórum erindisbréf en sérfræðingar starfa samkvæmt starfslýsingum.

Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í fimm skrifstofur og tvö svið.

Skrifstofurnar eru:

Sviðin eru:

Þá starfar í umboði ráðherra sérstök eining um kjara- og mannauðsmál. Sú eining heitir:

Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru þeirra. Að auki geta verið starfræktir til lengri og skemmri tíma sérstakir verkefnahópar til að vinna að málefnum og verkefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins skv. nánari ákvörðun hverju sinni.


Skipurit ráðuneytisins