Fréttir

Stór skref í átt til gagnsæis og aðhalds í ríkisrekstri með birtingu reikninga - 1.2.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst á þessu ári stíga stór skref í átt til þess að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins í samræmi við stefnu stjórnvalda þar um. Unnið er að því að reikningar úr bókhaldi ríkisins, sem ekki hafa hingað til komið fyrir sjónir almennings, verði birtir. Helstu markmið með birtingunni eru aukið gagnsæi og aðhald í ríkisrekstri og bætt stjórnsýsla.

Lesa meira

Vegna gagna sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna árið 2009 - 1.2.2016

Þann 10. júní á síðasta ári svaraði fjármála- og efnahagsráðuneytið erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem óskað var eftir því að nefndin fengi afrit af tilgreindum gögnum er varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna á árinu 2009. Svarinu var fylgt eftir með bréfi, dags. 18. september sl., þar sem einstök atriði voru nánar skýrð. Engar athugasemdir hafa borist ráðuneytinu frá þingnefndinni í framhaldi af því.

Lesa meira

Eldri fréttir


Áskrift - @ og RSS