Fréttir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum - 25.5.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar á skatta- og tollalögum en tilefni þess eru nýlegar upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum og möguleg undanskot frá skatti sem kalla á tafarlaus og afdráttarlaus viðbrögð af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Lesa meira

Framlög úr ríkissjóði til framhaldsskóla í greiðsluvanda - 25.5.2016

Sjö framhaldsskólar sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa fengið greidd framlög sem ætlað er að mæta vandanum. Framlögin taka mið af rekstraráætlun skólanna og eru greidd út þrátt fyrir uppsafnaða skuld við ríkissjóð. Framlögin nema alls tæpum 100 milljónum króna og voru ákveðin eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið höfðu farið yfir stöðu skóla sem glíma við greiðsluvanda. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Áskrift - @ og RSS