Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2030

Nú liggja fyrir drög að stefnu í geðheilbrigðismálum sem leggja á fram sem þingsályktun á næstu vikum. Þeirri stefnu þarf að gera skil í aðgerðaáætlun og lagt er til að sú áætlun fylgi þingsályktuninni sem fylgiskjal.  
Hlutverk samráðshópsins er að greina, meta, setja fram og fylgja eftir aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Lagt er til að samráðshópurinn starfi í tveimur hópum, kjarnahóp og rýnihóp.

Samráðshópinn skipa

  • Páll Matthíasson, doktor í geðlækningum, formaður hópsins
  • Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum í Háskóla Íslands
  • Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu LSH
  • Liv Anna Gunnell, sviðstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu
  • Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar
  • Sigríður Gísladóttir, aðstandandi 
  • Sigurlín H. Kjartansdóttir, sálfræðingur, frá Heilbrigðisstofnun Austurlands
  • Guðlaug U. Þorsteinsdóttir, frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Gígja Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur frá Vinafélaginu, áhugafólk um nýja hugsun í geðheilbrigðismálum á Íslandi
  • Gísli Kort Kristófersson, dósent í hjúkrunarfræði, Háskólanum á Akureyri
  • Auður Axelsdóttir, fyrir hönd Hugarafls
  • Ólöf Elsa Björnsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, frá embætti landlæknis
  • Anna Birgit Ómarsdóttir, frá heilbrigðisráðuneytinu
  • Helga Sif Friðjónsdóttir, frá heilbrigðisráðuneytinu
  • Ingibjörg Sveinsdóttir, frá heilbrigðisráðuneytinu

Samráðshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 28. febrúar 2022.

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum