Hoppa yfir valmynd
15. júní 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný spá um vinnuafl

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 14. júní 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Íbúaþróun og vinnumarkaðskönnun á fyrsta ársfjórðungi 2007 eru fjármálaráðuneytinu tilefni til að gera nýja áætlun um framboð vinnuafls eftir kyni, landshlutum og mánuðum.

Þessi áætlun er notuð í útreikningum Vinnumálastofnunar á atvinnuleysishlutföllum. Spáin hefur verið hækkuð um 1,5% frá fyrri tölum fyrir mánuðina frá og með júní til loka ársins.

Vöxtur framboðs frá fyrra ári er 3,8% eftir þessa breytingu. Skoða má töflu með hinum breyttu tölum (Excel 24 KB). Áætluninni kann að verða breytt aftur seinna á árinu ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til þess.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum