Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rafrænir launaseðlar

Þann 1. febrúar sl. hóf Fjársýsla ríkisins útgáfu á rafrænum launaseðlum til starfsmanna ráðuneyta og ríkisstofnana.

Í stað þess að fá launaseðilinn sendan í pósti munu starfsmenn geta nálgast hann í heimabanka sínum og prentað hann út ef þurfa þykir. Þá geta margir einnig skoðað launaseðil sinn í sjálfsafgreiðslu launagreiðslukerfis ríkisins (Oracle mannauðskerfið) eins og verið hefur. Áætlaður sparnaður af þessu breytta fyrirkomulagi er að lágmarki 20 milljónir króna á ári.

Hægt er að nálgast launaseðlana í heimabönkum með eftirfarandi hætti:

  • Glitnir: Yfirlit > Netyfirlit > Tegund: Ríkissjóður – Launaseðlar
  • Kaupþing: Yfirlit > Rafræn skjöl > Tegund skjals: Ríkissjóður – Launaseðlar
  • Landsbankinn: Yfirlit > Rafræn skjöl > Tegund skjals: Ríkissjóður – Launaseðlar
  • Sparisjóðirnir: Yfirlit > Rafræn skjöl > Tegund skjals: Ríkissjóður – Launaseðlar
  • Sjálfsafgreiðsla Oracle er aðgengileg af forsíðu vefs fjársýslunnar, www.fjarsysla.is.

Vonast er að þetta verði til hagræðingar og þæginda fyrir starfsmenn, en þeir sem ekki hafa heimabanka og geta ekki skoðað seðla sína í launagreiðslukerfinu geta að sjálfsögðu fengið launaseðlana senda í pósti eins og áður.

Einnig er hægt að afþakka birtingu launaseðlanna í heimabönkum. Þeir sem þess óska þurfa að hafa samband við launadeild stofnunar sinnar eða hringja til Fjársýslunnar í síma 545 7500 eða senda póst á netfangið [email protected].

Árslaunamiðar vegna skattframtala verða eftir sem áður sendir í pósti í ársbyrjun.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum