Hoppa yfir valmynd
5. desember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Launataxtar hækka um 2,9% 1. janúar 2007

Allir almennir kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög innan ASÍ og fleiri, hækka um 2,90% þann 1. janúar 2007 í stað 2,25% samkvæmt kjarasamningum.

Forsendunefnd SA og ASÍ ákvað árið 2005 á grundvelli verðlagsþróunar að greiða eingreiðslu að fjárhæð 26.000 kr. í desember 2005 og jafnframt að almennar hækkanir launataxta yrðu 2,90% í stað 2,25% þann 1. janúar 2007.

Kjarasamningar ríkisstarfsmanna voru tengdir þessari ákvörðun og samkomulög voru gerð við bandalög og einstök félög í kjölfar ákvörðunarinnar um sömu hækkanir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum