Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kaupmáttur launa eykst

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 23. nóvember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Hagstofa Íslands hefur birt mælingu á launavísitölunni í október og hækkaði hún um 11% frá sama mánuði á fyrra ári.

Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 7,2% og kaupmáttur launa jókst því um 3,8% í október 2006 frá sama mánuði á fyrra ári. Þessi ársaukning kaupmáttar launa er nokkru meiri en á undanförnum mánuðum.

Skýringin á þróuninni er tvíþætt. Annars vegar hefur verðbólga minnkað frá því að hún náði hámarki í ágúst síðastliðnum, þegar hún mældist 8,6% á ársgrundvelli. Þá hefur vöxtur launavísitölunnar verið umtalsverður frá því í júlí síðastliðnum eftir samkomulag aðila vinnumarkaðarins um áframhaldandi gildi kjarasamninga.

Myndin hér að neðan sýnir hvernig aukning kaupmáttar launa hefur tekið við sér frá sumarmánuðum eftir að hafa dalað á fyrri hluta ársins.

Kaupmáttur launa 2004-2006 - 12 mánaða breyting



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum