Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Spá um framboð vinnuafls 2006

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðuneytið gerir spár um framboð vinnuafls í þjóðhagsspá og sú spá er grunnur atvinnuleysishlutfallsins sem Vinnumálastofnun gefur út í hverjum mánuði.

Áætlunin er gerð í ársverkum en þau eru mat á vinnumagni. Í spá ráðuneytisins fyrir árið í ár er áætlað að framboðið vinnuafl (sem eru bæði starfandi og atvinnulausir) aukist um 3,0% frá fyrra ári.

Vinnuaflið óx hins vegar um 4% árið 2005 sem er mun meira en áætlað var í upphafi árs. Það sem útskýrir fjölgunina í ár er bæði fjölgun fólks á starfsaldri og nokkur aðflutningur erlends vinnuafls til Austfjarða. Þess má geta að framboð vinnuafls sveiflast yfir árið. Það er minnst yfir vetrartímann og mest yfir hásumarið.

Nánari upplýsingar er að finna í töflu sem sýnir áætlað framboð vinnuafls mælt í ársverkum eftir landshlutum, kyni og mánuðum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum