Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2002 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Auður í krafti kvenna

Ellefu stúlkur á aldrinum tíu til sextán ára komu í heimsókn í fjármálaráðuneytið þann 26. mars s.l. í tilefni af deginum Auður í krafti kvenna. Á hverri skrifstofu var starfsmaður sem tók á móti stúlkunum og kynnti þeim viðkomandi skrifstofu og gaf þeim tækifæri á að spyrja spurninga. Stúlkurnar höfðu því í lok dagsins öðlast skilning á fjárlögunum, fjárreiðum ríkisins, hvernig lagafrumvörp eru útbúin, efnahagsspám, kjarasamningum, tölvumálum o.s.frv.




Að endingu fengu þær að hitta fjármálaráðherra og tók hann afar vel á móti þeim. Sátu þær hjá honum í góða stund og fræddi hann þær um störf ráðherra og spurðu þær hann margra góðra spurninga t.d. hvaða kröfur væru gerðar til menntunar ráðherra, hvort möguleiki væri á því að stofna stjórnmálaflokk með einum manni o.s.frv.





Stúlkurnar hafa komið sér vel fyrir á skrifstofu ráðherra, reiðubúnar að spyrja ráðherrann spjörunum úr


Þá lögðu stúlkurnar fyrir ráðherra frumvarp um greiðslu vasapeninga úr ríkissjóði til handa ungmennum og lögðu fram þá tillögu að hægt væri að fjármagna greiðslurnar með því að leggja skatt á súkkulaði. Í lok dagsins þáðu stúlkurnar pizzu og páskaegg.





Hér eru stúlkurnar að gæða sér á pizzu og fleiru eftir að hafa lagt fram frumvarp til laga um vasapeninga


Fleiri myndir frá deginum Auður í krafti kvenna í fjármálaráðuneytinu


Hér er kynning á kjarasamningum og öðrum starfsmannatengdum málum




Hér eru stúlkurnar að leggja drögin að lagafrumvarpi um vasapeninga úr ríkissjóði




Fjárreiður ríkisins útskýrðar




Farið yfir efnahagsspár ársins




Tölvumál ráðuneytisins rædd af miklum áhuga




Upplýsingaveita ráðuneytisins útskýrð fyrir áhugasömum hóp stúlkna



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum