Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fitch hækkar lánshæfismat ríkissjóðs í BBB+

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt um einn flokk, í BBB+ frá BBB með stöðugum horfum. Jafnframt hækkar lánshæfismat fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr F3 í F2 og landseinkunn hækkar í BBB+ úr BBB.

Helstu rök Fitch fyrir hækkun lánshæfismatsins eru þau, að í aðgerðaáætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta, sem birt var í júní, er brugðist við þeim orsakavöldum sem stuðla að neikvæðum þrýstingi á greiðslujöfnuð Íslands. Aðgerðaráætlunin er trúverðug að mati Fitch og tekst vel á við þann greiðslujafnaðarvanda sem fyrir liggur. Þá segir matsfyrirtækið að losun hafta muni bæta umhverfi atvinnulífsins, og framvæmd áætlunarinnar muni færa ríkissjóði umtalsverða búbót og bæta verulega erlenda stöðu þjóðarbúsins. Þá hefur bætt skuldastaða hins opinbera einnig áhrif til hækkunar á lánshæfismati sem og bætt afkoma ríkissjóðs.

Hækkun Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs er það þriðja í þessum mánuði, en áður höfðu bæði Moody´s og Standard & Poor‘s hækkað lánshæfismat ríkissjóðs um einn flokk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum