Hoppa yfir valmynd
18. júní 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hlutfall kvenna í nefndum á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis eykst 

Hlutfall kvenna sem sitja í nefndum og ráðum sem skipaðar eru af fjármála- og efnahagsráðherra var 43% árið 2014 og hafði ekki áður verið hærra.  Tíu árum fyrr, eða árið 2004 var hlutfallið 23%. 

Frá árinu  2012 hefur hlutfall kvenna í nefndum og ráðum á vegum fjármála- og efnahagsráðherra verið 40% eða hærra. Þetta kemur fram í meðfylgjandi talnagögnum yfir nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins.

Heildartölur frá upphafi gagna
Heildartölur frá upphafi gagna FJR














Í þeim tilvikum þar sem farið er fram á að yfirmenn stofnana séu tilnefndir í ráð og nefndir getur kynjahallinn orðið nokkur enda einungis um fjórðungur þeirra konur.

Í þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2011 er kveðið á um að ráðuneyti skuli birta á vef sínum upplýsingar um hlut kynjanna í nefndum og ráðum.

 Í 15. gr. jafnréttislaga (nr. 10/2008) er kveðið á um að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þá er tekið fram að tilnefna skuli bæði karl og konu og er það gert til að skipunaraðili geti tryggt sem jafnast kynjahlutfall. Tilnefningaraðila er reyndar heimilt að víkja frá þessu lagaákvæði þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er unnt að skipa bæði karl og konu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum