Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greinargerð starfshóps um skattívilnanir vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði hinn 21. ágúst 2013 starfshóp um skattívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti.

Starfshópnum var falið það verkefni að meta efnahagslegar forsendur fyrir ríkisstyrkjakerfi sem veitir einstaklingum sem kaupa hlutabréf í litlum fyrirtækjum í vexti skattafslátt og kynna sér þær reglur sem um þetta gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Starfshópinn skipuðu:

  •  Guðrún Þorleifsdóttir, formaður, fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Jón Vilberg Guðjónsson, mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  • Helga Haraldsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
  •  Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
  • Jón Ásgeir Tryggvason, embætti ríkisskattstjóra

Starfshópurinn skilaði greinargerð til ráðherra í desember 2013, þar sem gerð er tillaga að skattafsláttarkerfi sem hefur það að markmiði að stuðla að vexti lítilla nýsköpunarfyrirtækja. Samkvæmt tillögum starfshópsins myndi kerfið fela í sér skattafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum í vexti. Að mati starfshópsins myndi fyrirkomulagið falla að ríkisstyrkjareglum EES-samningsins.

Frá því að starfshópurinn skilaði greinargerð sinni hefur átt sér stað ákveðin þróun á regluverki Evrópusambandsins að því er varðar heimila ríkissaðstoð á þessu sviði auk þess sem enn frekari breytingar á gildandi reglum eru fyrirhugaðar nú á vormánuðum. Þann 15. janúar sl. samþykkti Evrópusambandið nýjar leiðbeiningar um ríkisaðstoð sem veitt er til að örva áhættufjárfestingar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og taka þær gildi innan Evrópusambandsins þann 1. júlí nk. Þá stendur yfir endurskoðun á gildandi reglugerð um almenna hópundanþágu á sviði ríkisstyrkja. Þessar nýju leiðbeiningar og reglur munu að öllum líkindum hafa þau áhrif að skilyrði fyrir því að heimilt verði að veita einstaklingum sérstakan skattafslátt vegna áhættufjárfestinga verði rýmkuð. Ísland hefur innleitt ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og koma nýjar leiðbeiningar og reglur á þessu sviði til með að verða hluti af EES rétti eftir að þær hafa tekið gildi innan Evrópusambandsins.

Greinargerð starfshóps um skattívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum