Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Heimild til tímabundinnar úttektar á séreignasparnaði framlengd til loka árs 2014

Á árinu 2014 verður hægt að óska eftir úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði, líkt og verið hefur síðustu ár, í samræmi við samþykkt Alþingis í desember sl. Hámarksúttekt er 9 milljónir króna, að frádreginni þeirri fjárhæð sem rétthafi hefur þegar sótt um og fengið greiddar. Um er að ræða  2.750 þús.kr. hækkun á úttektarfjárhæð frá fyrri heimild.


Úttektin greiðist með mánaðarlegum greiðslum að hámarki 600.000 í allt að 15 mánuði að frádreginni staðgreiðslu, samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (tekjuskattur og útsvar). Sé úttekt lægri en níu milljónir króna styttist útgreiðslutími hlutfallslega.


Fyrir þá einstaklinga sem sækja um 9 m.kr. úttekt nú og hafa ekki nýtt heimildina áður, nemur mánaðarleg útgreiðsla að frádreginni staðgreiðslu samtals 360 þús. kr. næstu 15 mánuði, miðað við að staðgreiðsluhlutfall á úttekt sé að jafnaði 40%.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum