Hoppa yfir valmynd
22. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úttekt á fyrirkomulagi kjarasamninga á Norðurlöndum

Skýrsla aðila vinnumarkaðarins um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga á Norðurlöndunum er komin út. Markmið úttektar um þessi mál var að kanna fyrirkomulag í nágrannalöndum Íslands sem nýst gæti við að bæta gerð kjarasamninga hér á landi.


Í umræðu um þessi mál undanfarin misseri hefur bæði verið rætt um að standa þurfi betur að undirbúningi kjarasamninga, sem og verklagi við gerð þeirra.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók þátt í vinnunni, ásamt stærstu samtökum launafólks og vinnuveitenda og ríkissáttasemjara. Í vinnuferlinu var meðal annars rætt við fulltrúa leiðandi samtaka á vinnumarkaði á Norðurlöndunum.

Kjarasamningar og vinnumarkaður á Norðurlöndum (PDF 2 MB)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum