Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tvær stöður sérfræðinga lausar til umsóknar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir að ráða tvo sérfræðinga til starfa.

Sérfræðingur I

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að hagfræðingi til að vinna að áætlanagerð og skrifum um opinber fjármál og ríkisfjármálastefnu ríkisstjórnar.
Starfsvið:
• Vinna í samstarfi við aðra að upplýsingaöflun og áætlanagerð um markmið og horfur í opinberum fjármálum.
• Skrif um opinber fjármál m.a. í fjárlagafrumvarpi.
• Kynning á stöðu opinberra fjármála fyrir innlendum og erlendum aðilum.
• Kostnaðargreining og þróun reiknilíkana um einstaka þætti opinberra útgjalda.
• Yfirsýn á fjármál ráðuneyta og samstarf við þau við undirbúning fjárlagafrumvarps.

Hæfniskröfur eru háskólamenntun á sviði hagfræði, en meistaranám er æskilegt. Frumkvæði, rík greiningarhæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt með skipulegum vinnubrögðum. Marktæk reynsla af greiningu fjármálaupplýsinga og hagfræðilegra gagna. Reynsla af því að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli. Góð enskukunnátta. Þekking á stjórnsýslunni og opinberum málum er kostur.

Sérfræðingur II

Starfsvið:
• Áætlanagerð og kostnaðargreining, úrvinnsla og framsetning upplýsinga um opinber útgjöld.
• Yfirsýn og greining á fjármálum ráðuneyta og samstarf við þau við undirbúning fjárlagafrumvarps.
• Vinna að reiknilíkönum um ýmsa þætti opinberra útgjalda.
• Skrif um opinber fjármál m.a. í fjárlagafrumvarpi.

Hæfniskröfur eru háskólamenntun á sviði hagfræði eða viðskiptafræði. Frumkvæði og hæfni til að geta unnið sjálfstætt með skipulegum vinnubrögðum og öryggi í meðferð talnaefnis. Færni í mannlegum samskiptum og samstarfi. Gott vald á mæltu og rituðu máli auk enskukunnáttu. Marktæk reynsla af notkun töflureikna og gerð reiknilíkana. Þekking á stjórnsýslunni og opinberum fjármálum er kostur.

Umsækjendur sæki um annað hvort starfið, en ekki bæði. Í boði eru áhugaverð framtíðarstörf á öflugum vinnustað. Um er að ræða fullt starf í báðum tilvikum. Laun er skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.

Guðný Harðardóttir, hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar um störfin. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til [email protected].

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Auglýsing vegna starfanna á starfatorgi ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum