Hoppa yfir valmynd
23. mars 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Óskað eftir afgreiðslufulltrúa til starfa

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir að ráða afgreiðslufulltrúa til starfa.
 
Afgreiðslufulltrúi annast móttöku gesta í ráðuneytið, símsvörun og símþjónustu, umsjón með sameiginlegu rými starfsfólks ráðuneytisins, aðstoð við ráðherra og yfirstjórn, innkaup á rekstrarvörum og önnur þau afgreiðsluerindi sem falla til hverju sinni.
 
Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, þjónustulund og reglusemi. Viðkomandi þarf að hafa undirstöðuþekkingu á algengustu tölvuforritum, notkun tölvupósts og internets. Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.
 
Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk.
 
Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI.
 
Laun eru skv. kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.
 
Guðný Harðardóttir hjá STRÁ MRI veitir frekari upplýsingar um starfið. Vinsamlega sendið umsóknir / starfsferilskrár til [email protected]. Viðtalstímar eru alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur.

Sjá auglýsingu um starfið á starfatorgi ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum