Hoppa yfir valmynd
4. mars 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hugað að samstarfi Íslands og Færeyja

Ráðstefna um framtíðarmöguleika í samstarfi Íslands og Færeyja verður haldin í Þórshöfn í Færeyjum 5. mars. Færeyingar voru fyrsta þjóðin sem bauðst il að lána Íslandi eftir hrunið í október 2008.

Til þess að sýna Færeyingum þakklæti ákvað ríkisstjórn Íslands í desember síðastliðnum að standa fyrir ráðstefnu um möguleika landanna á samstarfi, ekki síst varðandi atvinnuþróun og nýsköpun.  Stefnt er að því að slík ráðstefna verði haldin til skiptis í löndunum tveimur ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti.

Dagskrá ráðstefnunnar:

Samstarf Íslendinga og Færeyinga

  • 11.00 – 11.10 Johan Dahl atvinnumálaráðherra setur ráðstefnuna
  • 11.10 – 11.20 Jørgen Niclasen fjármálaráðherra ræðir samstarf þjóðanna í fjármálum
  • 11.20 – 11.35 Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra fjallar um endurreisn efnahags Íslands
  • 11.35 – 11.50 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ræðir sóknarfæri Íslands
  • 11.50 – 12.00 Ráðherrarnir fjórir undirrita yfirlýsingu um samstarf landanna
  • 12.00 – 13.00 Hádegisverður

Orkumál

  • 13.00 – 13.20 Fyrirlestur um orkumál: Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
  • 13.20 – 13.40 Jarðfeingi kynnir áætlanir Færeyinga varðandi endurnýjanlega orku: Kári Mortensen, ráðgjafi hjá Jarðfeingi.
  • 13.40 – 13.50 Spurningar
Ferðaþjónusta

  • 14.00 – 14.20 Fyrirlestur um ferðaþjónustu og markaðssetningu á Íslandi: Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu
  • 14.20 – 14.40 Fyrirlestur um eflingu ferðaþjónustu í Færeyjum: Guðrið Højgaard, forstöðumaður Ferðaráðs Føroya
  • 14.40 – 14.50 Spurningar 

Skapandi atvinna

  • 15.00 – 15.20 Fyrirlestur um nýsköpun og leikjatölvuiðnað: Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP
  • 15.20 – 15.40 Efling leikjaiðnaðarins í Færeyjum: Rani Nolsøe, Íverksetarahúsið og Ólavur Ellefsen Simprentis
  • 15.40 – 15.50 Spurningar

Kauphöll Íslands og Virðisbrævamarknaður Føroya

  • 16.00 – 16.30 Kauphöllin og VMF: Páll Harðarson og Malan Johansen

Atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands ræða framtíðarsamstarf þjóðanna

  • 16.30 – 16.45 Johan Dahl og Steingrímur J. Sigfússon

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum