Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Veigamikil rök fyrir því að opna gögn

„Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, í grein í Fréttablaðinu.

Þar fjallar Katrín um opin gögn og birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins. Segir ráðherra m.a. að hún telji að upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið eigi að vera öllum aðgengilegar og með tölvutækni nútímans sé það líka vel mögulegt.

Á dögunum settu fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra á fót starfshóp sem vinna á tillögur umhver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga.

Grein Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, um opin gögn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum