Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Staða sérfræðings við fjármögnun og skuldastýringu ríkissjóðs

Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir eftir reynslumiklum einstaklingi til að annast fjármögnun og skuldastýringu ríkissjóðs.

Starfið felst í að leiða vinnu við fjármögnun ríkissjóðs á innlendum og alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á lánaumsýslu ríkisins, mótar stefnu í lánamálum og tekur ákvarðanir um útgáfu ríkisverðbréfa. Starfið felur í sér mikil samskipti við aðila á fjármálamörkuðum, s.s. fjárfesta, banka, greiningaraðila o.s.frv.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða með sambærilega menntun. Starfið krefst yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu á sviði fjármálamarkaða. Nauðsynlegt er að viðkomandi eigi gott með að miðla hugmyndum í mæltu og rituðu máli, jafnt á íslensku og ensku. Áhersla er lögð á sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni, frumkvæði auk lipurðar í mannlegum samskiptum og samstarfi.

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og frumkvæði. Um er að ræða fullt starf sem hentar bæði konum og körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember nk. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Þórhallur Arason og Angantýr Einarsson, skrifstofustjórar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu veita nánari upplýsingar.

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi fylgigögnum til STRÁ ehf., rafpóstfang [email protected], eigi síðar en 25. nóvember nk.

Auglýsing um starfið á starfatorgi.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum