Hoppa yfir valmynd
30. október 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Merki um sókn sem hafin er

Búðarhálsvirkjun, sem hefur að fullu verði byggð og fjármögnuð eftir hrun, er mikilvægt merki um þá sókn sem hafin er á Íslandi, að því er fram kom í ávarpi Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, við athöfn þar sem hornsteinn var lagður að stöðvarhúsi virkjunarinnar.Ávarp Katrínar Júlíusdóttur við Búðarhálsvirkjun

Athöfnin fór fram í stöðvarhúsi Búðarhálsvirkjunar að viðstöddum gestum, en forseti Íslands lagði hornstein að stöðvarhúsinu.

Í ávarpi sem fjármála- og efnahagsráðherra flutti við athöfnina sagði hún þennan áfanga marka tímamót í fleiri en einum skilningi.

„Ekki aðeins eru það tímamót að afl árinnar knýr nýja virkjun og skapar verðmæti og ný störf. Það eru líka tímamót að þetta mannvirki er að fullu byggt og fjármagnað eftir hrun. Þetta er mikilvægt merki um þá sókn sem hafin er hér að nýju, eitt merki af mörgum og fleiri munu senn líta dagsins ljós. Horfum við þá ekki síst til Norðausturlands,“ sagði ráðherra.

Ráðherra sagði fjármögnun verkefnisins á vissan hátt marka þáttaskil þar sem aukið traust erlendra bankastofnana á Íslandi eftir hrun hafi verið staðfest með fjármögnunarsamningum. „230 milljóna dollara fjárfesting skiptir og mun skipta íslenskt efnahagslíf miklu máli.“
Framkvæmdin skapaði á milli 700 og 800 heilsársverk yfir allan framkvæmdatímann og gleðiefni veræi hversu góð sátt væri í samfélaginu um hana.

Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra við lagningu hornsteins að Búðarhálsvirkjun 26. október 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum