Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þátttaka ríkisstofnana í Framadögum 2012

Framadagar 2012
Framadagar 2012

Fyrsta febrúar síðastliðinn voru hinir árlegu Framadagar haldnir.

Framadagar hafa verið haldnir frá árinu 1995 og hafa fest sig í sessi sem árlegur viðburður. Á Framadögum sem haldnir voru í Háskóla Reykjavíkur gafst nemendum sem stunda háskólanám kostur á að kynna sér stofnanir og fyrirtæki, starfssemi þeirra og hlutverk.

Frá upphafi hafa ýmsar ríkisstofnanir tekið þátt í Framadögum. Lítið hefur verið um formlega samvinnu á milli ríkisstofnana um þátttöku, þó var gerð tilraun til samvinnu árið 2006 sem tókst ágætlega en var ekki fylgt eftir sem skyldi. Á Framadögum 2011 var fjármálaráðuneytið í fyrirsvari fyrir kynningar á ríkisstofnunum. Markmiðið var að kynna ríkið sem heildstæðan þekkingarvinnustað sem býður upp á áhugaverð störf innan 190 ríkisstofnana. Áhersla var lögð á að sýna breytileikann sem er til staðar í verkefnum, milli starfsgreina og í stærð stofnana. Þátttaka miðaði að því að gera ímynd ríkisins sem vinnuveitanda jákvæðari og meira aðlaðandi. Þátttaka ríkisins mæltist vel fyrir bæði meðal nemaenda og þeirra stofnana sem tóku þátt.

Í kynningu ríkisstofnana á Framadögum 2012 var áhersla lögð á mikilvægi nýsköpunar í opinberum rekstri. Nýsköpun í opinberum rekstri felur í sér að skapa nýjar lausnir og bæta það sem er til staðar í starfsemi opinberra stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þetta á m.a. við um nýja og endurbætta þjónustu eða vöru, tækni, aðferðir, stjórnskipulag, verklag og verkferla.

Á Framadögum 2012 tóku eftirfarandi stofnanir þátt: Skattrannsóknarstjóri, Ríkiskaup, Einkaleyfastofa, ISOR, Nýsköpunarmiðstöð, Matís, Fiskistofa, Mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Utanríkisráðuneyti, Landspítali og Þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Fjármálaráðuneytið þakkar þátttökustofnunum kærlega fyrir sitt framlag á þessum degi og vonast skipuleggjendur dagsins eftir jafn jákvæðum undirtektum að ári liðnu. Mikilvægt er að ríkið, sem stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi, sé ekki eftirbátur annarra þegar kemur að því að laða hæft ungt fólk til miklvægra starfa í samfélaginu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum