Hoppa yfir valmynd
23. september 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra sækir árlegan fund AGS og Alþjóðabankans

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heldur til Washington nú um helgina til að sækja árlegan fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Auk þess að sitja fundinn mun ráðherra eiga fundi með yfirmönnum og starfsfólki AGS. Einnig mun ráðherra ræða við fjárfesta og greiningaraðila.

Nýverið lauk formlega samstarfsáætlun AGS og Íslands, sem hófst í lok árs 2008, með sjöttu endurskoðun sjóðsins. Eins og fram kemur í lokaskýrslu sjóðsins, þá hafa öll meginmarkmið áætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS náð fram að ganga. Á fundinum í Washington gefst þannig tækifæri til að fara yfir forsendur þess að áætlunin heppnaðist.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum