Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna athugasemda Persónuverndar

Persónuvernd hefur gert athugasemd við framkvæmd fjármálaráðuneytisins könnunar á tíðni eineltis í starfi hjá ríkisstarfsmönnum. Persónuvernd þótti skorta tilteknar upplýsingar af hálfu fjármálaráðuneytis til þátttakenda

Af þessu tilefni vill Fjármálaráðuneytið árétta að við framkvæmd umræddar könnunar leitaði ráðuneytið til þriðja aðila við úrvinnslu gagna og óskaði ennfremur eftir því að gerður yrði vinnslusamningur á milli ráðuneytisins og þess fyrirtækis. Vinnslusamningurinn kveður m. a. á um meðferð persónuupplýsinga, til að tryggja öruggari meðferð persónugagna.

Fjármálaráðuneytið kemur að framkvæmd fjölda kannanna og leitast ávallt eftir að viðhafa fagleg vinnubrögð við það starf líkt og í öðru starfi ráðuneytisins.

Bætt verður úr þessum ágalla í kynningu til þátttakenda í sambærilegum könnunum eftirleiðis og leiðbeiningum því breytt í samræmi við úrskurðinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum