Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Atvinnu- og íbúaþróun

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 27. mars 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Skráð atvinnuleysi er tiltölulega næm vísbending um ástand í efnahagsmálum og gefur tilefni til að draga ályktanir um þróun mála um leið og þær birtast.

Það er gert mánaðarlega og raunar er á vefsíðu Vinnumálastofnunar hægt að fylgjast með skráningunni daglega. Hvorki þær upplýsingar né hinar endanlegu tölur um atvinnuleysi eru þó gallalausar.

Í lok ágúst voru 1.538 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu. Í lok febrúar voru þeir 1.796 og hafði fjölgað um 258. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar hafði atvinnulausum sem komu úr sjávarútvegi ekki fjölgað nema um 17 manns á þessu tímabili sem kann að vekja athygli í ljósi samdráttar í veiðiheimildum. Því má ekki gleyma í þessu samhengi að mannaflanotkun í sjávarútvegi hefur verið að dragast mjög saman á undanförnum árum jafnframt því sem framleiðni hefur vaxið mikið.

Atvinnulausir, fjöldi í lok mánaðar eftir sveitarfélögum

Bæjarfélag
Ágúst 2007
Febrúar 2008
Breyting
Reykjanesbær
151
218
67
Akureyrarkaupstaður
154
187
33
Fjarðabyggð
5
32
27
Fjallabyggð
10
35
25
Sveitarfélagið Árborg
19
39
20
Dalvíkurbyggð
12
26
14
Skútustaðahreppur
1
15
14
Sveitarfélagið Ölfus
25
38
13
Sandgerðisbær
17
29
12
Sveitarfélagið Skagafjörður
8
19
11
Fljótsdalshérað
4
15
11
Bolungarvíkurkaupstaður
13
2
-11
Ísafjarðarbær
40
6
-34
Reykjavíkurborg
626
587
-39
Landið allt
1538
1796
258


Í meðfylgjandi töflu er sýnt skráð atvinnuleysi eftir sveitarfélögum þar sem breytingin milli ágúst og febrúar nam fleiri en 10 manns. Á höfuðborgarsvæðinu samtals hafði atvinnulausum fækkað um 57 frá ágúst til febrúar. Fjölgun atvinnulausra var mest í Reykjanesbæ og á Akureyri, um 67 og 33 á hvorum stað fyrir sig.

Á sama tíma fjölgaði íbúum í þessum sveitarfélögum verulega. Atvinnulausum hefur fjölgað í Fjarðabyggð þar sem orsakanna er væntanlega að leita bæði í lokum álversbyggingar og samdrætti í sjávarútvegi. Skráðum íbúum hefur fækkað eftir að starfsmenn byggingarverktaka álversins luku störfum. Íbúum Ísafjarðarbæjar fækkaði um 135 á síðasta ári og það kann að eiga sinn þátt í fækkun atvinnulausra þar.

Í Fjallabyggð (Ólafsfjörður og Siglufjörður) fjölgaði atvinnulausum samtímis því sem íbúum fækkaði um 92. Þar er skýringa á atvinnuþróun væntanlega fyrst og fremst að leita í sjávarútvegi. Atvinnulausum fjölgaði einnig í Skagafirði en þar fækkaði íbúum um 55 á síðasta ári. Á nokkrum stöðum er mögulegt að fækkun íbúa hafi komið í veg fyrir fjölgun atvinnulausra. Þarna má nefna Hornafjörð, þar sem íbúum fækkaði um 59 meðan atvinnulausum fjölgaði einungis lítillega. Í Vestmannaeyjum fækkaði íbúum en atvinnuleysi var nær óbreytt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum