Hoppa yfir valmynd
25. mars 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framtíðaráherslur í stjórnun og starfsmannamálum ríkisins

Morgunverðarmálþing Félags forstöðumanna ríkisstofnana, fjármálaráðuneytis og Stofnunar stjórnsýslufræða v. H.Í. verður haldið fimmtudaginn 27. mars nk. á Grand hótel, kl. 8.00-10.00.

Á morgunverðarmálþinginu kynntur þriðji og síðasti hluti könnunar meðal forstöðumanna ríkisins og teknar saman heildarniðurstöður rannsóknar á stjórnun og starfumhverfi ríkisstofnana. Í kjölfarið verða rædd brýn verkefni framundan að mati fyrirlesara, þátttakenda í pallborði og fundarmanna.

Innlegg flytja Ómar H. Kristmundsson dósent og Þorsteinn Pálsson ritstjóri, en auk þeirra sitja í pallborði þau Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti og Arndís Ósk Jónsdóttir ParX. Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna stýrir pallborðsumræðum.

Verð kr. 3.800.- og er morgunverður innifalinn.

Skráning á þessum hlekk: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/framtidaraherslur

Málþingsstjóri verður Ágústa H. Gústafsdóttir starfsmannasviði fjármálaráðuneytisins.

8.30-9.10:

Ómar H. Kristmundsson dósent H.Í. Fjallar um viðhorf forstöðumanna til eigin starfs og starfsaðstæðna, til starfsþróunar og launamála stjórnenda ríkisstofnana og hreyfanleika í starfi. Hann mun að lokum ræða meginniðurstöður rannsóknar á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna 2006/2007 og hvaða lærdóm megi draga af þeim fyrir framtíðarverkefni á sviði stjórnunar og starfsmannamála ríkisns.

9.10-9.25:

Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins: Hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnmála og fjölmiðla. Hann þekkir vel til þeirrar þróunar sem orðið hefur innan íslensks stjórnkerfis, hin síðari ár í kjölfar nýskipunar í ríkisrekstri. Þorsteinn hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og vakið athygli fyrir lífleg og hnitmiðuð leiðaraskrif.

9.25-10.00:

Umræður- spurningar fundarmanna og svör: Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna stýrir umræðum í pallborði fyrirlesara Ómars H. Kristmundssonar og Þorsteins Pálssonar, ásamt Gunnari Björnssyni fjármálaráðuneyti og Arndísi Ósk Jónsdóttur sem leiðir mannauðsstjórnunarsvið ParX.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum