Indriði H. Þorláksson settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu

5.2.2009

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 6/2009

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sett Indriða H. Þorláksson í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu til 30. apríl nk. Baldur Guðlaugsson hefur fengið leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra á sama tímabili.

Indriði H. Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri og var áður skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.

Reykjavík 5. febrúar 2009

Til baka Senda grein