Skipun skrifstofustjóra fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins

30.12.2008

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 25/2008

Fjármálaráðherra hefur skipað Nökkva Bragason til að gegna embætti skrifstofustjóra fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 1. janúar 2009.

Nökkvi hefur próf í hagfræði frá The University of Texas í Bandaríkjunum. Hann hóf störf hjá hagdeild Vegagerðar ríkisins árið 1986 og vann þar til ársins 1992 þegar hann réð sig til starfa á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins þar sem hann hefur starfað síðan. Nökkvi var settur skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu 1. mars 2008.

Alls bárust 11 umsóknir um starfið.

Reykjavík 30. desember 2008

Til baka Senda grein