Fréttir

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 28.3.2017

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu sem samin er eftir tveggja vikna vinnu nefndarinnar hér á landi þar sem hún hefur átt fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. 

Lesa meira

Tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra - 24.3.2017

Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló í dag. Á fundinum var rætt um áskoranir framundan og samstarf norræna ríkja milli sín og innan Evrópu, breytingar og óvissu í tengslum við Brexit og öldu verndarhyggju í viðskiptum.

Lesa meira

Reglur um eignarhald í fjármálafyrirtækjum og kaup fjögurra aðila á hlutum í Arion banka hf. - 22.3.2017

Í ljósi þess að fjórir fjárfestar hafa gert kaupsamning við Kaupþing ehf. um kaup á hlutum í Arion banka hf. hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið tekið saman upplýsingar sem tengjast málinu, þar á meðal helstu reglur sem gilda um eignarhald í fjármálafyrirtækjum, tilkynningu um kaup á hlutum í Arion banka hf. og þau sérstöku skilyrði sem Kaupþingi hf. voru sett fyrir eignarhaldi á virkum eignarhlut í Arion banka hf. með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 2010.

Lesa meira

Starfshópur um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna - 21.3.2017

Fjármála-  og efnahagsráðherra hefur skipað hóp sem falið er að vinna stutta skýrslu um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hópurinn er skipaður í samráði við Landssamtök lífeyrissjóða.

Lesa meira

Fitch: Ísland losar fjármagnshöft samhliða batnandi ytri stöðu - 20.3.2017

Afnám fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi endurspeglar aukinn viðnámsþrótt og sterka vörn í formi gjaldeyrisforða sem minnkar hættu á þrýstingi á greiðslujöfnuð og gengi gjaldmiðilsins samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Mat fyrirtækisins tekur enn tillit til áhættu er varðar þjóðhagslegt ójafnvægi.

Lesa meira

S&P: Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkuð í A/A-1 í kjölfar losunar fjármagnshafta - 17.3.2017

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“ í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Horfur eru stöðugar.

Lesa meira

Moody's: Afnám fjármagnshafta hefur jákvæð á hrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans - 17.3.2017

Matsfyrirtækið Moody‘s birti í dag frétt um að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans.

Lesa meira

Greinargerð um starfsemi Lindarhvols - 16.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

Verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu skipuð - 12.3.2017

Markmið með endurmati peningastefnunnar er að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs.

Lesa meira

Fjármagnshöft afnumin - 12.3.2017

Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum um gjaldeyrismál. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna.

Lesa meira

Frestur til að skila umsögnum vegna eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki framlengdur - 10.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur framlengt til 20. mars frest til umsagna við drög að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

Starfshópur skoðar erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi - 9.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem fær það verkefni að skoða erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, leggja mat á kosti og galla slíkrar löggjafar fyrir fjármálamarkað hér á landi og einnig að skoða hvort aðrar leiðir séu færar eða betur til þess fallnar að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. 

Lesa meira

Samantekt um skuldir og vaxtagjöld ríkissjóðs - 6.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir skuldir og vaxtagjöld ríkissjóðs. Áætlanir eru miðaðar út frá fjárlögum 2017 og endurmetnum langtímaáætlunum sem gerðar voru á haustmánuðum. 

Lesa meira

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda - 2.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Í lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, sem ganga í gildi 1. apríl nk. er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli setja reglugerð um nánar tilgreind atriði.

Lesa meira

Þróun launakjara alþingismanna að teknu tilliti til lækkunar á starfstengdum kostnaði - 2.3.2017

Hagstofa Íslands hefur að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins tekið saman upplýsingar um þróun launakjara alþingismanna frá árinu 2006. Það er sama tímabil og greining á vegum aðila vinnumarkaðarins á vettvangi SALEK hefur byggst á og einnig hefur kjararáð annast launaákvarðanir alþingismanna frá sama ári. 

Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands - 1.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar og athugasemda drög að nýrri reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands. Reglugerðin er byggð á gildandi reglugerð nr. 83/1993, um Viðlagatryggingu Íslands.

Lesa meira

Opnir reikningar birtir von bráðar - 24.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að því undanfarin misseri að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins með því að gera reikninga úr bókhaldi ríkisins aðgengilega almenningi. Verkefnið er unnið í samræmi við fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022, fjárlög fyrir árið 2017 og stefnuáætlun ríkisstjórnarinnar um að stíga markviss skref til þess að opna bókhald ríkisins.

Lesa meira

Skipun í starfshópa vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum - 23.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á dögunum tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. 

Lesa meira

Jafnréttismat gert á frumvörpum - 20.2.2017

Með bætta nýtingu opinberra fjármuna að leiðarljósi er unnið að kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð hjá hinu opinbera. Á árinu er er lögð áhersla á að gert verði jafnréttismat á lagafrumvörpum í því skyni að jafna stöðu kynjanna. Er stefnt að því að á þessu ári verði slíkt mat gert á um 40% frumvarpa sem ráðherrar leggja fram. Verður sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. 

Lesa meira

Tillaga um að greina skattalega meðferð fæðispeninga og fæðiskostnaðar - 16.2.2017

Á fundi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis, átti í gærkvöld með fulltrúum samninganefnda sjómanna og útvegsmanna var lögð fram eftirfarandi tillaga:

Lesa meira

Vegna tilkynningar um skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga - 16.2.2017

Vegna tilkynningar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær í tengslum við skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga tekur ráðuneytið fram: Í tilkynningunni var miðað við að heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum væri um 2,3 milljarðar króna á ári samkvæmt gildandi kjarasamningum og var miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna væri um 1,5-1,6 milljónir daga á ári.

Lesa meira

Árétting vegna skattlagningar fæðispeninga og dagpeninga - 15.2.2017

Að gefnu tilefni vill fjármála- og efnahagsráðuneytið árétta eftirfarandi varðandi skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga:Samkvæmt lauslegu mati ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga.

Lesa meira

Drög að eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki birt til umsagnar - 10.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur útbúið drög að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki og er umsagna um stefnuna óskað.

Lesa meira

Vinna tillögur að úrbótum vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum - 10.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Jafnframt tekur verkefni starfshópanna mið af samtölum fjármála- og efnahagsráðherra við allar stofnanir skattkerfisins og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að markvisst verði unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum.

Lesa meira

Drög að reglugerð á sviði opinberra innkaupa birt til umsagnar - 10.2.2017

Í nýlegum lögum um opinber innkaup er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli setja reglugerð þar sem mælt er fyrir um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Drög að reglugerðinni eru nú birt á vef ráðuneytisins til umsagnar.

Lesa meira

Fjármálaráð kynnir mat á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar - 9.2.2017

Fjármálaráð kynnir á morgun mat sitt á fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi. Fjármálaráð starfar sjálfstætt, en það er skipað í samræmi við nýleg lög um opinber fjármál. 

Lesa meira

Sérfræðinganefnd um gengisstyrkingu: Níu leiðir til meiri stöðugleika - 7.2.2017

Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar hafa skilað greinargerð til ráðherranefndar um efnahagsmál. 

Lesa meira

Stórbætt aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins á nýjum vef - 3.2.2017

Ríkisstjórnin hyggst stórbæta aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Mikilvægt skref í þessa veru verður stigið um miðjan mars þegar vefurinn opnirreikningar.is verður opnaður. Þar verður innan fárra mánaða hægt að nálgast greiðsluupplýsingar um tvö hundrað stofnana.

Lesa meira

Nýskipuð stýrinefnd um losun fjármagnshafta - 31.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað að nýju í stýrinefnd um losun fjármagnshafta, en nefndin er undir forsæti fjármála- og efnahagsráðherra. 

Lesa meira

Fjármálastefna fyrir 2017-2022: Aukinn afgangur af rekstri hins opinbera - 26.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fjármálastefnu fyrir árin 2017–22. Fjármálastefnan er lögð fram á grundvelli nýlegra laga um opinber fjármál sem kveða á um að slík stefna skuli lögð fram svo fljótt sem auðið er eftir að ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í stefnunni eru sett fram töluleg markmið ríkisstjórnar um þróun opinberra fjármála, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, næstu fimm árin með hliðsjón af áhrifum þeirra á hagkerfið.

Lesa meira

Samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar - Birting kynningarefnis frá hagsmunaaðilaum - 25.1.2017

Sérfræðingum úr forsætisráðuneyti og fjármála-og efnahagsráðuneyti var í desember sl. falið af ráðherranefnd um efnahagsmál að greina viðvarandi styrkingu krónunnar og vaxandi hættu á ójafnvægi í hagkerfinu. Sérfræðingunum var einnig falið að koma með tillögur til að stemma stigu við þensluhættu og þeirri hættu sem steðjar að samkeppnishæfni þjóðarbúsins.

Lesa meira

Skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána - 18.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Skýrslan var unnin á starfstíma síðasta þings á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna og fjallar um þau atriði sem þar var óskað eftir að tekin yrðu til umfjöllunar og er framsetning skýrslunnar í samræmi við það. 

Lesa meira

Fitch breytir horfum um lánshæfi ríkissjóðs í jákvæðar - 13.1.2017

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð. Horfur eru nú jákvæðar en voru áður metnar stöðugar. Langtímaeinkunnir í erlendri og innlendri mynt voru staðfestar óbreyttar í BBB+

Lesa meira

S&P hækkar lánshæfismat ríkissjóðs í A flokk - 13.1.2017

Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð í A- úr BBB+, horfur eru metnar stöðugar. Meginástæða hækkunarinnar er sterkari ytri staða.

Lesa meira

Vegna frágangs á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum - 13.1.2017

Eftir umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum um frágang á skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var í ráðuneytinu farið vandlega yfir ferlið við vinnslu skýrslunnar.  

Lesa meira

Upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs - 13.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs, en efnið er tekið saman í tengslum við lög um opinber fjármál sem tóku gildi í ársbyrjun 2016.

Lesa meira

Gylfi Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra - 13.1.2017

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

Mat á dánar- og lífslíkum við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum - 12.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísar til 14. gr. reglugerðar nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, þar sem við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. 

Lesa meira

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra - 11.1.2017

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag. Um miðjan dag tók Benedikt við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar. 

Lesa meira

Ríkissjóður kaupir jörðina Fell í Suðursveit - 9.1.2017

Ríkissjóður ákvað í dag að nýta forkaupsrétt vegna jarðarinnar Fells í Suðursveit á grundvelli laga um náttúruvernd, en jörðin er á náttúruminjaskrá. 

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera - 6.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júní sl. starfshóp sem var falið, annars vegar, að leggja tölulegt mat á umfang eigna og umsvif Íslendinga á aflandssvæðum og, hins vegar, að áætla mögulegt tekjutap hins opinbera sem af slíku leiðir.

Lesa meira

Frumvarp til laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum - 5.1.2017

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur gert drög að frumvarpi til laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum sem birt eru meðfylgjandi til umsagnar. Í starfshópnum voru sérfræðingar frá ráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja til umsagnar - 5.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja.

Lesa meira