Fréttir

Kynjuð fjárlagagerð hefur sannað gildi sitt - 18.5.2017

Benedikt Jóhannesson flutti opnunarávarp á stofnfundi sérfræðihópsins í dag.a

Kynjuð fjárlagagerð hefur sannað gildi sitt sem mikilvægt tæki til að vinna að jafnrétti kynjanna. Þetta kom fram í máli Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra á stofnfundi sérfræðihóps aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um kynjaða fjárlagagerð, sem hófst í Reykjavík í dag.  Að frumkvæði OECD var ákveðið að stofnfundurinn yrði haldinn á Íslandi vegna stöðu landsins sem leiðandi ríkis í jafnréttismálum. Þá mun Ísland gegna leiðandi hlutverki í sérfræðihópnum.

Lesa meira

Viðræður að hefjast um gerð tvísköttunarsamnings við Japan - 16.5.2017

Í vikunni hefjast viðræður um gerð tvísköttunarsamnings við Japan. Fyrsti formlegi fundur samninganefnda ríkjanna fer fram í Tókýó og hefst fundurinn þann 17. maí nk. 

Lesa meira

Reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja birt í stjórnartíðindum - 10.5.2017

Reglugerð nr. 233/2017 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja var birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. mars sl. Með reglugerðinni tekur reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja gildi hér á landi sbr. 117. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki sbr. 1., 91. og 92. gr. reglugerðar nr. 233/2017.

Lesa meira

Markviss nýting upplýsingatækni - 3.5.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra tók í gær þátt í sérstökum umræðum um upplýsingatæknimál ríkisins á Alþingi. Upplýsingatækni er mikilvægt verkfæri til að auka skilvirkni og hagræðingu í opinberri stjórnsýslu á sama tíma og gagnsæi eykst og almenningur fær betri þjónustu.

Lesa meira

Vegna gagnrýni á framsetningu útgjalda til heilbrigðismála í fjármálaáætlun 2018-2022 - 2.5.2017

Undanfarna daga hafa forsvarsmenn Landspítalans gagnrýnt framsetningu útgjalda til heilbrigðismála í fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 sem nú liggur fyrir Alþingi. Er því haldið fram að val á viðmiðunartölum við nágrannalönd sé óviðeigandi og ekki stuðst við tölur úr heilbrigðisskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta hafi í för með sér að verið sé að bera saman epli og appelsínur, umfang heilbrigðisútgjalda sé ekki rétt og að fjármálaáætlunin standi og falli með því að röng mælistika sé notuð. Þessar staðhæfingar spítalans eru rangar.

Lesa meira

Fallið frá beiðni um dómkvaðningu matsmanna - 27.4.2017

Fjórir fjárfestingasjóðir sem í janúar fengu heimild Hæstaréttar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafan var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna.

Lesa meira

Könnun OECD á skattbyrði launafólks - 27.4.2017

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gaf nýverið út ritið Taxing Wages sem inni­heldur niðurstöður samræmdrar könnunar á skatt­lagn­ingu launa í OECD-ríkjum fram til ársins 2016. Reiknuð er skatt­byrði launafólks að teknu tilliti til fjölskylduhaga og endurgreiðslna í formi barnabóta og einnig skattafleygurinn í heild, en hann inniheldur að auki launaskatta og -gjöld sem lögð eru á launa­greið­endur, eins og trygginga­gjöld.

Lesa meira

Greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 25.4.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, en samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál ber honum að gera Alþingi grein fyrir framgangi áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra - 25.4.2017

Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

Samráðshópur um jöfnun launa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar - 24.4.2017

Í samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var í september 2016 var sérstaklega fjallað um að vinna þurfi að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað samráðshóp til að fara yfir og meta hvaða tölfræðigögn og -aðferðir þurfi að liggja til grundvallar í slíkri vinnu.

Lesa meira

Vegna sölu ríkisins á jörðinni Vífilsstöðum - 24.4.2017

Ríkissjóður gerði á dögunum samning við Garðabæ um sölu á jörðinni Vífilsstöðum fyrir 560 m.kr. auk þess sem ríkissjóður á rétt á 60% hlutdeild í ábata af sölu byggingarréttar á svæðinu, sem fer umfram það sem gert var ráð fyrir við verðmat á landinu.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna - 18.4.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði þann 21. mars sl. starfshóp sem var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, einkum með tilliti til þess hvort rétt sé að áskilja lágmarksfjárfestingar erlendis (gólf) eða hámarksfjárfestingar erlendis (þak).

Lesa meira

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs 2017 - 10.4.2017

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn fimmtudaginn 6. apríl í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

Ráðstafanir í lánsfjárstýringu ríkissjóðs skila umtalsverðum sparnaði í vaxtakostnaði - 7.4.2017

Eins og fram kom í tilkynningu ráðuneytisins 5. apríl sl. hefur ríkissjóður keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala eða sem svarar til u.þ.b. 100 ma.kr. Þessi ráðstöfun er liður í lánsfjárstýringu ríkissjóðs og er tilgangurinn með henni að draga umtalsvert úr vaxtakostnaði þegar litið er til næstu fimm ára og styrkja þannig stöðu ríkisfjármálanna.

Lesa meira

Samkomulag ríkisins við Garðabæ um kaup á Vífilsstöðum - 6.4.2017

Fjármála- og efnhagsráðuneytið f.h. ríkissjóðs hefur náð samkomulagi um að Garðabær kaupi jörðina Vífilsstaði. Um er að ræða alls 202,4 ha sem er svæðið í kringum  Vífilsstaðaspítala,  svæði austan Vífilsstaða (Skyggnir), núverandi golvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli.

Lesa meira

Skrifað undir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið - 6.4.2017

Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022 var undirritað í dag. Samkomulagið, sem undirritað var af fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,  byggir á nýlegum lögum um opinber fjármál. Lögin ná yfir fjármál hins opinbera í heild sinni og hafa að markmiði að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

Lesa meira

Þjóðhagsráð ræddi samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál - 6.4.2017

Frá fundi Þjóðhagsráðs.

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál.  Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Lesa meira

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala - 5.4.2017

Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 5.875%“ sem eru á gjalddaga 2022, (Reg S ISIN USX34650AA31 and 144A ISIN US451029AE22; Reg S CUSIP X34650AA3 and 144A CUSIP 451029AE2) á verðinu 115,349. 

Lesa meira

Um kaup á hlut Kaupskila í Arion banka - 3.4.2017

Þann 24. mars síðastliðinn sendi Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra bréf til Fjármálaeftirlitsins með ellefu spurningum sem tengdust nýjum eigendum að Arion banka. Í dag barst svar frá Fjármálaeftirlitinu dags. 31. mars síðastliðinn. Svar Fjármálaeftirlitsins er að finna í pdf skjali hér á eftir, en bréf fjármálaráðherra var svohljóðandi:

Lesa meira

Fjármálaáætlun 2018-2022 - 31.3.2017

Fjármálaáætlun til fimm ára fyrir hið opinbera er lögð fram á Alþingi í dag. Á næstu árum verður sérstök áhersla á uppbyggingu innviða og eflingu velferðarkerfisins, m.a. með stórauknum útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála.

Lesa meira

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 28.3.2017

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu sem samin er eftir tveggja vikna vinnu nefndarinnar hér á landi þar sem hún hefur átt fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. 

Lesa meira

Tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra - 24.3.2017

Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló í dag. Á fundinum var rætt um áskoranir framundan og samstarf norræna ríkja milli sín og innan Evrópu, breytingar og óvissu í tengslum við Brexit og öldu verndarhyggju í viðskiptum.

Lesa meira

Reglur um eignarhald í fjármálafyrirtækjum og kaup fjögurra aðila á hlutum í Arion banka hf. - 22.3.2017

Í ljósi þess að fjórir fjárfestar hafa gert kaupsamning við Kaupþing ehf. um kaup á hlutum í Arion banka hf. hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið tekið saman upplýsingar sem tengjast málinu, þar á meðal helstu reglur sem gilda um eignarhald í fjármálafyrirtækjum, tilkynningu um kaup á hlutum í Arion banka hf. og þau sérstöku skilyrði sem Kaupþingi hf. voru sett fyrir eignarhaldi á virkum eignarhlut í Arion banka hf. með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 2010.

Lesa meira

Starfshópur um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna - 21.3.2017

Fjármála-  og efnahagsráðherra hefur skipað hóp sem falið er að vinna stutta skýrslu um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hópurinn er skipaður í samráði við Landssamtök lífeyrissjóða.

Lesa meira

Fitch: Ísland losar fjármagnshöft samhliða batnandi ytri stöðu - 20.3.2017

Afnám fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi endurspeglar aukinn viðnámsþrótt og sterka vörn í formi gjaldeyrisforða sem minnkar hættu á þrýstingi á greiðslujöfnuð og gengi gjaldmiðilsins samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Mat fyrirtækisins tekur enn tillit til áhættu er varðar þjóðhagslegt ójafnvægi.

Lesa meira

S&P: Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkuð í A/A-1 í kjölfar losunar fjármagnshafta - 17.3.2017

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“ í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Horfur eru stöðugar.

Lesa meira

Moody's: Afnám fjármagnshafta hefur jákvæð á hrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans - 17.3.2017

Matsfyrirtækið Moody‘s birti í dag frétt um að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans.

Lesa meira

Greinargerð um starfsemi Lindarhvols - 16.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

Verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu skipuð - 12.3.2017

Markmið með endurmati peningastefnunnar er að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs.

Lesa meira

Fjármagnshöft afnumin - 12.3.2017

Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum um gjaldeyrismál. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna.

Lesa meira

Frestur til að skila umsögnum vegna eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki framlengdur - 10.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur framlengt til 20. mars frest til umsagna við drög að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

Starfshópur skoðar erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi - 9.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem fær það verkefni að skoða erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, leggja mat á kosti og galla slíkrar löggjafar fyrir fjármálamarkað hér á landi og einnig að skoða hvort aðrar leiðir séu færar eða betur til þess fallnar að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. 

Lesa meira

Samantekt um skuldir og vaxtagjöld ríkissjóðs - 6.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir skuldir og vaxtagjöld ríkissjóðs. Áætlanir eru miðaðar út frá fjárlögum 2017 og endurmetnum langtímaáætlunum sem gerðar voru á haustmánuðum. 

Lesa meira

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda - 2.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Í lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, sem ganga í gildi 1. apríl nk. er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli setja reglugerð um nánar tilgreind atriði.

Lesa meira

Þróun launakjara alþingismanna að teknu tilliti til lækkunar á starfstengdum kostnaði - 2.3.2017

Hagstofa Íslands hefur að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins tekið saman upplýsingar um þróun launakjara alþingismanna frá árinu 2006. Það er sama tímabil og greining á vegum aðila vinnumarkaðarins á vettvangi SALEK hefur byggst á og einnig hefur kjararáð annast launaákvarðanir alþingismanna frá sama ári. 

Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands - 1.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar og athugasemda drög að nýrri reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands. Reglugerðin er byggð á gildandi reglugerð nr. 83/1993, um Viðlagatryggingu Íslands.

Lesa meira

Opnir reikningar birtir von bráðar - 24.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að því undanfarin misseri að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins með því að gera reikninga úr bókhaldi ríkisins aðgengilega almenningi. Verkefnið er unnið í samræmi við fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022, fjárlög fyrir árið 2017 og stefnuáætlun ríkisstjórnarinnar um að stíga markviss skref til þess að opna bókhald ríkisins.

Lesa meira

Skipun í starfshópa vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum - 23.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á dögunum tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. 

Lesa meira

Jafnréttismat gert á frumvörpum - 20.2.2017

Með bætta nýtingu opinberra fjármuna að leiðarljósi er unnið að kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð hjá hinu opinbera. Á árinu er er lögð áhersla á að gert verði jafnréttismat á lagafrumvörpum í því skyni að jafna stöðu kynjanna. Er stefnt að því að á þessu ári verði slíkt mat gert á um 40% frumvarpa sem ráðherrar leggja fram. Verður sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. 

Lesa meira

Tillaga um að greina skattalega meðferð fæðispeninga og fæðiskostnaðar - 16.2.2017

Á fundi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis, átti í gærkvöld með fulltrúum samninganefnda sjómanna og útvegsmanna var lögð fram eftirfarandi tillaga:

Lesa meira

Vegna tilkynningar um skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga - 16.2.2017

Vegna tilkynningar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær í tengslum við skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga tekur ráðuneytið fram: Í tilkynningunni var miðað við að heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum væri um 2,3 milljarðar króna á ári samkvæmt gildandi kjarasamningum og var miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna væri um 1,5-1,6 milljónir daga á ári.

Lesa meira

Árétting vegna skattlagningar fæðispeninga og dagpeninga - 15.2.2017

Að gefnu tilefni vill fjármála- og efnahagsráðuneytið árétta eftirfarandi varðandi skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga:Samkvæmt lauslegu mati ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga.

Lesa meira

Drög að eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki birt til umsagnar - 10.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur útbúið drög að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki og er umsagna um stefnuna óskað.

Lesa meira

Vinna tillögur að úrbótum vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum - 10.2.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Jafnframt tekur verkefni starfshópanna mið af samtölum fjármála- og efnahagsráðherra við allar stofnanir skattkerfisins og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að markvisst verði unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum.

Lesa meira

Drög að reglugerð á sviði opinberra innkaupa birt til umsagnar - 10.2.2017

Í nýlegum lögum um opinber innkaup er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli setja reglugerð þar sem mælt er fyrir um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Drög að reglugerðinni eru nú birt á vef ráðuneytisins til umsagnar.

Lesa meira

Fjármálaráð kynnir mat á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar - 9.2.2017

Fjármálaráð kynnir á morgun mat sitt á fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi. Fjármálaráð starfar sjálfstætt, en það er skipað í samræmi við nýleg lög um opinber fjármál. 

Lesa meira

Sérfræðinganefnd um gengisstyrkingu: Níu leiðir til meiri stöðugleika - 7.2.2017

Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar hafa skilað greinargerð til ráðherranefndar um efnahagsmál. 

Lesa meira

Stórbætt aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins á nýjum vef - 3.2.2017

Ríkisstjórnin hyggst stórbæta aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Mikilvægt skref í þessa veru verður stigið um miðjan mars þegar vefurinn opnirreikningar.is verður opnaður. Þar verður innan fárra mánaða hægt að nálgast greiðsluupplýsingar um tvö hundrað stofnana.

Lesa meira

Nýskipuð stýrinefnd um losun fjármagnshafta - 31.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað að nýju í stýrinefnd um losun fjármagnshafta, en nefndin er undir forsæti fjármála- og efnahagsráðherra. 

Lesa meira

Fjármálastefna fyrir 2017-2022: Aukinn afgangur af rekstri hins opinbera - 26.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fjármálastefnu fyrir árin 2017–22. Fjármálastefnan er lögð fram á grundvelli nýlegra laga um opinber fjármál sem kveða á um að slík stefna skuli lögð fram svo fljótt sem auðið er eftir að ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í stefnunni eru sett fram töluleg markmið ríkisstjórnar um þróun opinberra fjármála, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, næstu fimm árin með hliðsjón af áhrifum þeirra á hagkerfið.

Lesa meira

Samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar - Birting kynningarefnis frá hagsmunaaðilaum - 25.1.2017

Sérfræðingum úr forsætisráðuneyti og fjármála-og efnahagsráðuneyti var í desember sl. falið af ráðherranefnd um efnahagsmál að greina viðvarandi styrkingu krónunnar og vaxandi hættu á ójafnvægi í hagkerfinu. Sérfræðingunum var einnig falið að koma með tillögur til að stemma stigu við þensluhættu og þeirri hættu sem steðjar að samkeppnishæfni þjóðarbúsins.

Lesa meira

Skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána - 18.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Skýrslan var unnin á starfstíma síðasta þings á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna og fjallar um þau atriði sem þar var óskað eftir að tekin yrðu til umfjöllunar og er framsetning skýrslunnar í samræmi við það. 

Lesa meira

Fitch breytir horfum um lánshæfi ríkissjóðs í jákvæðar - 13.1.2017

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð. Horfur eru nú jákvæðar en voru áður metnar stöðugar. Langtímaeinkunnir í erlendri og innlendri mynt voru staðfestar óbreyttar í BBB+

Lesa meira

S&P hækkar lánshæfismat ríkissjóðs í A flokk - 13.1.2017

Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð í A- úr BBB+, horfur eru metnar stöðugar. Meginástæða hækkunarinnar er sterkari ytri staða.

Lesa meira

Vegna frágangs á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum - 13.1.2017

Eftir umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum um frágang á skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var í ráðuneytinu farið vandlega yfir ferlið við vinnslu skýrslunnar.  

Lesa meira

Upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs - 13.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs, en efnið er tekið saman í tengslum við lög um opinber fjármál sem tóku gildi í ársbyrjun 2016.

Lesa meira

Gylfi Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra - 13.1.2017

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

Mat á dánar- og lífslíkum við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum - 12.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísar til 14. gr. reglugerðar nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, þar sem við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. 

Lesa meira

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra - 11.1.2017

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag. Um miðjan dag tók Benedikt við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar. 

Lesa meira

Ríkissjóður kaupir jörðina Fell í Suðursveit - 9.1.2017

Ríkissjóður ákvað í dag að nýta forkaupsrétt vegna jarðarinnar Fells í Suðursveit á grundvelli laga um náttúruvernd, en jörðin er á náttúruminjaskrá. 

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera - 6.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júní sl. starfshóp sem var falið, annars vegar, að leggja tölulegt mat á umfang eigna og umsvif Íslendinga á aflandssvæðum og, hins vegar, að áætla mögulegt tekjutap hins opinbera sem af slíku leiðir.

Lesa meira

Frumvarp til laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum - 5.1.2017

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur gert drög að frumvarpi til laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum sem birt eru meðfylgjandi til umsagnar. Í starfshópnum voru sérfræðingar frá ráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja til umsagnar - 5.1.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja.

Lesa meira