Fréttir

Lækkun tryggingagjalds um 0,1% - 27.12.2012

Tryggingagjaldshlutfall lækkar um 0,1 prósentustig milli ára og verður 7,69% á árinu 2013.

Lesa meira

Færeyingum sýnt þakklæti í verki - 21.12.2012

Faereyjafundur

Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Færeyingar voru fyrsta þjóðin sem bauðst til að lána Íslandi eftir hrunið í október 2008. Stjórnvöld vilja sýna þakklæti í verki með því að efla enn frekar samstarf og tengsl Færeyja og Íslands.

Lesa meira

Bréf nefndar um losun fjármagnshafta - 21.12.2012

Nefnd með fulltrúum þingflokka, sem falið var það verkefni að leggja mat á núverandi áætlun um losun fjármagnshafta, hefur sent formönnum stjórnmálaflokka bréf.

Lesa meira

Persónuafsláttur hækkar um 4,2% og tekjumiðunarmörk um 5%  árið 2013 - 21.12.2012

Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Lesa meira

Staðgreiðsluhlutfall og meðalútsvar 2013 - 20.12.2012

Meðalútsvar á árinu 2013 verður samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga 14,42% samanborið við 14,44% á árinu 2012. Það lækkar samkvæmt því um 0,02% á milli ára

Lesa meira

Vaxtagjöld heimila drógust saman árin 2010 og 2011 - 11.12.2012

Vaxtagjöld íslenskra heimila drógust nokkuð saman árin 2010 og 2011 í kjölfar lægri vaxta og endurskipulagningar á efnahagsreikningum heimila. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn á Alþingi um vexti og framfærslukostnað.

Lesa meira

Aukin hollusta markmið með breytingum á vörugjöldum - 7.12.2012

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingar á vörugjöldum og tollalögum. Breytingunum er ætlað að koma á hagrænum hvötum sem beina neyslu í átt til aukinnar hollustu.

Lesa meira

Lánasamningur vegna Vaðlaheiðarganga undirritaður - 30.11.2012

Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. 

Lesa meira

Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum lagt fram á Alþingi - 30.11.2012

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Lesa meira

Stofnfé Íbúðalánasjóðs aukið um allt að 13 milljarða króna - 27.11.2012

Ríkisstjórnin ákvað á fundi í morgun af afla heimilda í fjárlögum næsta árs til að auka stofnfé Íbúðalánasjóðs um allt að 13 milljarða króna til að styrkja eiginfjárhlutfall hans.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2012 - 27.11.2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Katrín fundaði með Göran Persson - 26.11.2012

Fundur með Göran Persson

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í dag með Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Persson heldur á morgun fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann lítur til baka til þeirra fjögurra ára sem liðin eru frá hruni.

Lesa meira

Kynjakrónur: Stuðlað að jafnrétti og betri nýtingu fjármuna - 22.11.2012

Kynjakrónur

Kynjakrónur: Handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð er komin út. Bókin er samvinnuverkefni Jafnréttisstofu og fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Lesa meira

Ábendingar fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um Farice - 19.11.2012

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gert ábendingar við drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna úttektar á þjónustusamningi ríkisins við Farice ehf.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra - 15.11.2012

Arnar Guðmundsson

Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur fjármála- og efnahagsráðherra og verður hann annar tveggja aðstoðarmanna hennar.

Lesa meira

Staða sérfræðings við fjármögnun og skuldastýringu ríkissjóðs - 13.11.2012

Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir eftir reynslumiklum einstaklingi til að annast fjármögnun og skuldastýringu ríkissjóðs.

Lesa meira

Fundur fjármálaráðherra ESB og EFTA - 13.11.2012

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur í dag þátt í fundi fjármálaráðherra ríkja Evrópusambandsins og EFTA, Ecofin, en fundurinn er haldinn í Brussel. Lesa meira

Upplýsingaskiptasamningur við Panama - 12.11.2012

Undirritaður var í dag upplýsingaskiptasamningur Íslands við Panama. Að honum meðtöldum hefur Ísland undirritað 39 upplýsingaskiptasamninga við lögsagnarumdæmi með fjármálamiðstöðvar sem ætlað er að laða að sér starfsemi erlendra aðila og sem áður fyrr veittu ekki upplýsingar.

Lesa meira

Jákvæð skilaboð á baráttudegi gegn einelti - 8.11.2012

Mikilvægt er að fólk vinni saman að því að skapa góðan starfsanda þar sem öllu starfsfólki líður vel. Þetta kom fram í ávarpi Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Þar var haldin hátíðardagskrá í tilefni af baráttudegi gegn einelti og veitt viðurkenning fyrir jákvæð skilaboð gegn einelti til samfélagsins. Lesa meira

Yfir sex milljarðar króna í aukna fjárfestingu og vaxtargreinar á næsta ári - 8.11.2012

Dagur B. Eggertsson, Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir

Fjármagn til fjárfestingaáætlunar fyrir árin 2013-2015 hefur verið tryggt, en áætlunin var lögð fram með fyrirvara um fjármögnun sl. vor.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2012 - 6.11.2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Athugasemdir fjármála- og efnahagsráðuneytis við skýrsludrög Ríkisendurskoðunar vegna fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins - 30.10.2012

Eins og fram kemur í athugasemdum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skýrsludrög Ríkisendurskoðunar vegna fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins, sem sendar voru Ríkisendurskoðun, birtir ráðuneytið athugasemdirnar á vef sínum.

Lesa meira

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hlaut nýsköpunarverðlaunin 2012 - 30.10.2012

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hlaut nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2012, en verðlaunin voru í dag afhent í annað sinn.

Lesa meira

Merki um sókn sem hafin er - 30.10.2012

Búðarhálsvirkjun, sem hefur að fullu verði byggð og fjármögnuð eftir hrun, er mikilvægt merki um þá sókn sem hafin er á Íslandi, að því er fram kom í ávarpi Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, við athöfn þar sem hornsteinn var lagður að stöðvarhúsi virkjunarinnar.

Lesa meira

Kynbundinn launamunur verði úr sögunni - 24.10.2012

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, ásamt samtökum aðila vinnumarkaðarins, hafa undirritað viljayfirlýsingu um aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun.

Lesa meira

Rætt um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - 24.10.2012

Ráðstefna og málstofa um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verður haldin á Grand hótel 30. október nk.

Lesa meira

Aðferðir mannauðsstjórnunar hafa fest sig í sessi - 22.10.2012

Aðferðir mannauðsstjórnunar hafa fest sig í sessi hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar meðal forstöðumanna stofnana sem nú hafa verið kynntar. Lesa meira

Athugasemdir vegna skýrslu um sértekjur ríkisaðila - 17.10.2012

Út er komin skýrsla á vegum Ríkisendurskoðunar um sértekjur ríkisaðila. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gefinn kostur á að gera athugasemdir við skýrsluna þegar hún lá fyrir í drögum. Lesa meira

Tvö lagafrumvörp út frá tillögum sérfræðingahóps um fjármálastöðugleika - 17.10.2012

Framework for stability in Iceland

Setja þarf rammalöggjöf um fjármálastöðugleika til að efla og viðhalda skilvirku fjármálakerfi á Íslandi í almannaþágu.

Lesa meira

Skilabréf samráðsnefndar um mótun gengis- og peningastefnu - 16.10.2012

Samráðsnefnd um mótun gengis- og peningastefnu sem skipuð var 7. mars sl. hefur afhent Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, skilabréf sitt og greinargerð um fundi nefndarinnar. Lesa meira

Sækja ársfund AGS og Alþjóðabankans - 11.10.2012

IMF2012

Sendinefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabanka Íslands tekur dagana 11-14. október þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans. Fundurinn er haldinn í Tókýó í Japan.

Lesa meira

Auknar barnabætur og breyttar úthlutunarreglur - 1.10.2012

Að tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ríkisstjórnin samþykkt breytingar á úthlutunarreglum barnabóta við álagningu 2013.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2012 - 27.9.2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir. Lesa meira

Skattabyrði hinna tekjulægri hefur lækkað - 26.9.2012

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattbyrði. Lesa meira

Athugasemdir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna umræðu um kostnað vegna fjárhags- og mannauðskerfi ríksins - 26.9.2012

Undanfarna daga hefur farið fram umræða um kostnað vegna þróunar og reksturs fjárhags- og  mannauðskerfa ríkisins, þar sem vitnað hefur verið í drög að skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur unnið að um það efni.

Lesa meira

Rafræn skilríki fyrir alla lækna - 26.9.2012

Rafræn skilríki

Embætti landlæknis hyggst nota rafræn skilríki til öruggrar auðkenningar fyrir aðgang lækna að lyfjasögu skjólstæðinga sinna úr lyfjagagnagrunni.

Lesa meira

Fyrstu áfangaskýrslur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð komnar á vefinn - 26.9.2012

Áfangaskýrslur ráðuneyta og stofnana sem unnið hafa að meginmálaflokkum með aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar eru komnar út.

Lesa meira

Fundur vinnuhóps um afnám gjaldeyrishafta - 25.9.2012

Fyrsti fundur vinnuhóps íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þáttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fór fram í Reykjavík 20. og 21. september.

Lesa meira

Málshöfðun gegn Eftirlitsstofnun EFTA - 17.9.2012

Íslenska ríkið höfðaði 4. september 2012 mál fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg til ógildingar á hluta ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 4. júlí sl. um ríkisaðstoð. Með stefnu ríkisins á hendur ESA er krafist ógildingar á þeim hluta ákvörðunarinnar sem varðar sölu ríkisins á fasteignum á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til fyrirtækisins Verne ehf. árið 2008.

Lesa meira

Myndræn framsetning fjárlagafrumvarpsins - 13.9.2012

Á vef fyrirtækisins Datamarket er hægt að skoða súlurit yfir útgjöld ríkisins eftir ráðuneytum fyrir fjárlagafrumvarp ársins 2013.

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2013 - 11.9.2012

Oddny_kynnir_fjarlagafrumvarp

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 ber þess merki að aðhaldssöm ríkisfjármálastefna undanfarinna ára, í kjölfar bankahrunsins, hefur skilað markverðum árangri. Þáttaskil eru að verða í þróun ríkisfjármála á Íslandi.

Lesa meira

Rétt tímasetning til hækkunar virðisaukaskatts - 4.9.2012

Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu

Lesa meira

Fjármála- og efnahagsráðuneyti tekur til starfa - 31.8.2012

Fjármála- og efnahagsráðuneyti tekur til starfa 1. september í samræmi við boðaðar breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Lesa meira

Starfshópur um skattlagningu í ferðaþjónustu - 30.8.2012

Fjármálaráðherra hefur í samráði við aðila ferðaþjónustunnar stofnað starfshóp um skattlagningu ferðaþjónustugreina og málefni sem henni tengjast.

Lesa meira

Starfshópi falið að meta horfur um efnahag Íbúðalánasjóðs - 30.8.2012

Íbúðalánasjóður birti í dag árshlutareikning fyrir afkomu sjóðsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Lesa meira

Hluta- og sameignarfélögum sett almenn eigandastefna - 24.8.2012

Almenn eigandastefna ríkisins: Hlutafélög og sameignarfélög

Fjármálaráðuneytið hefur sett hlutafélögum og sameignarfélögum í eigu ríkisins almenna eigandastefnu. Kjarni stefnunnar er að félög í eigu ríkisins séu rekin með faglegum og gagnsæjum hætti þannig að almennt traust ríki á stjórn og starfsemi þeirra.

Lesa meira

Vegna yfirlýsinga Víglundar Þorsteinssonar - 20.8.2012

Fjármálaráðuneytinu hafa borist nokkur erindi frá Víglundi Þorsteinssyni um afhendingu samninga og gagna í tengslum við stofnun og fjármögnun Nýja-Kaupþings, nú Arionbanka.

Lesa meira

Álagning á einstaklinga 2012 - 25.7.2012

Niðurstöður álagningar ríkisskattstjóra á einstaklinga staðfesta viðsnúning í afkomu heimilanna á árinu 2011.

Lesa meira

Ríkisreikningur 2011 - 18.7.2012

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2011 hefur nú verið birt. Niðurstaðan sýnir að hvað reglubundinn rekstur ríkisins varðar hefur náðst sá árangur sem að var stefnt í aðhaldi ríkisfjármála.

Lesa meira

Ákvarðanir ESA á sviði ríkisaðstoðar - 11.7.2012

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í dag um þrjár ákvarðanir á sviði ríkisaðstoðar.

Lesa meira

Ákvörðun ESA vegna sölu á byggingum til Verne - 4.7.2012

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í dag að hún hefði lokið formlegri rannsókn á málefnum Verne, sem rekur gagnaver á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík.

Lesa meira

Fundur fjármálaráðherra Norðurlandanna í Osló 2. júlí sl. - 3.7.2012

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra sat í gær fund norrænu fjármálaráðherranna í Osló. Á fundinum ræddu ráðherrarnir ástand og horfur í efnahagsmálum í löndunum og þar kom fram að hvergi er meiri hagvöxtur á Norðurlöndunum en hér á landi um þessar mundir og landið er komið á vaxtarbraut á nýjan leik.

Lesa meira

ESA samþykkir ríkisaðstoð við Íslandsbanka - 29.6.2012

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ríkisaðstoð íslenskra stjórnvalda sem veitt var í tengslum við endurskipulagninu og endurreisn Íslandsbanka.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - apríl 2012 - 19.6.2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands fyrirframgreiða lán til AGS og Norðurlandanna - 18.6.2012

Endurgreiðsluferill erlendra lána ríkissjóðs og Seðlabankans

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands greiða í byrjun þessarar viku samtals 171 ma.kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS.

Lesa meira

Yfirlýsing vegna úrskurðar um yfirtöku Landsbankans á SpKef sparisjóði - 13.6.2012

Í tilefni af fréttaflutningi og umræðna í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um yfirtöku Landsbankans hf. á SpKef sparisjóði vill fjármálaráðuneytið árétta eftirfarandi atriði vegna SpKef sparisjóðs, áður Sparisjóðurinn í Keflavík.

Lesa meira

Tillögur starfshóps um vinnuumhverfi forstöðumanna - 12.6.2012

Starfshópur, skipaður af fjármálaráðherra, skilaði á dögunum greinagerð sem fjallar um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna.

Lesa meira

Úrskurðarnefnd um yfirtöku Landsbankans hf. á SpKef sparisjóði hefur kveðið upp úrskurð - 8.6.2012

Úrskurðarnefnd sem sett var á laggirnar með samningi milli íslenska ríkisins og Landsbankans hf. í því skyni að skera úr um endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði kvað upp úrskurð þann 7. júní 2012.

Lesa meira

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 2/2012 - 4.6.2012

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Lesa meira

Akstursgjald ríkisstarfsmanna - auglýsing nr. 1/2012 - fallin úr gildi - 1.6.2012

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana.

Lesa meira

Skýrsla fjármálaráðherra um áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána lögð fram á Alþingi - 31.5.2012

Með beiðni á þskj. 409 frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og fleiri alþingismönnum var þess óskað að fjármálaráðherra flytti Alþingi skýrslu um áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána.

Lesa meira

Ársfundur OECD, ræða ráðherra og efnahagspá fyrir Ísland - 23.5.2012

Ráðherrar OECD ríkjanna funduðu á ársfundi stofnunarinnar

Ársfundur efnahags-og framfarastofnunarinnar ( OECD) stendur nú yfir í París.

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar - mars 2012 - 21.5.2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Ríkissjóður greiðir 2,6 mia. kr í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur til húseigenda - 5.5.2012

Nú um mánaðarmótin greiddi ríkissjóður 2,648 milljarða króna í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur til húseigenda vegna skulda íbúðarhúsnæðis þeirra.

Lesa meira

Republic of Iceland issues US Dollar bonds - 4.5.2012

Iceland has issued a USD 1 billion Reg S / 144A bond offering due in 2022. This is a fixed rate bond with a 6,0% yield. The transaction was well received by global investors with an order book 4 times oversubscribed. The bonds were predominantly placed with US and European accounts. " Important milestone for Iceland" says Finance Minister, Ms. Oddný Harðardóttir.

Lesa meira

Vel heppnuð útgáfa ríkissjóðs á skuldabréfum í bandaríkjadölum á erlendum mörkuðum - 4.5.2012

Ríkissjóður Íslands gekk í gærkvöldi frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum króna.

Lesa meira

Útgáfa ríkissjóðs á skuldabréfum í bandaríkjadölum á erlendum mörkuðum - 3.5.2012

Ríkissjóður Íslands hefur í dag gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum króna. 

Lesa meira

Ný rannsókn á starfskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana - 27.4.2012

Ný rannsókn á starfskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana hefur verið birt.

Lesa meira

Vegna frétta á kostnaði við Icesave-samninga - 19.4.2012

Í sl. viku voru fluttar fréttir af mati ráðgjafafyrirtækis á kostnaði við þá Icesave-samninga sem Alþingi samþykkti í janúar 2011, en lög um veitingu ríkisábyrgðar vegna þeirra samninga voru felld úr gildi með þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl sama ár. Vegna þessa vill fjármálaráðuneytið ítreka hvernig útreikningum þess á kostnaði við samninginn hefur verið háttað. 

Lesa meira

Greiðsluuppgjör janúar-febrúar 2012 liggur nú fyrir - 13.4.2012

Greiðsluuppgjör fyrir fyrstu tvo mánuði ársins liggur nú fyrir.

Lesa meira

Frumvarp um lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. - 2.4.2012

Fjármálaráðherra, Oddný G. Harðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til að undirrita lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf.

Lesa meira

Stefna í lánamálum ríkissjóðs fyrir árin 2012 – 2015 - 30.3.2012

Fjármálaráðuneytið kynnir stefnu í lánamálum ríkissjóðs 2012-2015. Stefnan endurspeglar áform stjórnvalda um framkvæmd lánsfjármögnunar á tímabilinu.

Lesa meira

Endurgreiðsla á lánum frá AGS og Norðurlöndum - 15.3.2012

Í þessum mánuði endurgreiða Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands  116 ma.kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2011 - 7.3.2012

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir árið 2011 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Vinnustofa um notkun opinberra aðila á tölvuskýjum - 6.3.2012

Innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti boða til vinnustofu um notkun opinberra aðila á tölvuskýjum kl. 8:30 til 12 föstudaginn 9. mars 2012 í Háskólanum í Reykjavík í sal M104 Fönix.

Lesa meira

Nýr vefur um vistvæn innkaup í loftið - 24.2.2012

Vistvæn innkaup

Nýr og endurbættur vefur vistvænna innkaupa  www.vinn.is hefur verið opnaður.

Lesa meira

Þátttaka ríkisstofnana í Framadögum 2012 - 23.2.2012

Framadagar 2012

Fyrsta febrúar síðastliðinn voru hinir árlegu Framadagar haldnir.

Lesa meira

Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands  hækkuð – viðurkenning á góðum árangri við stjórn ríkisfjármála - 17.2.2012

Matsfyrirtækið Fitch hefur hækkað lánshæfiseinkunn Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BB+.

Lesa meira

Samkomulag fjármálaráðuneytis og lífeyrissjóða um vaxtabætur - 10.2.2012

Undanfarnar vikur hafa farið fram viðræður milli fulltrúa Landssamtaka lífeyrissjóða og stjórnvalda um hlutdeild lífeyrissjóða í fjármögnun á sérstökum vaxtabótum, sem kveðið var á um í viljayfirlýsingu stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða frá 3. desember 2010.

Lesa meira

Vegna umræðu um meðferð skuldbindinga vegna A-deildar LSR í ríkisreikningi 2010 - 10.2.2012

Undanfarna daga hefur farið fram umræða og verið fluttar fréttir í fjölmiðlum þar sem fram koma  athugasemdir við meðferð á skuldbindingum ríkissjóðs gagnvart A-deild LSR.

Lesa meira

Hvað kostar þekking? - 8.2.2012

Ráðstefna um launamál háskólamenntaðra verður haldin í samstarfi fjármálaráðuneytisins og BHM á Hilton Reykjavík Nordica, 10. febrúar 2012 kl. 10.00-15.00. Lesa meira

KÍ óskar ráðherra til hamingju með starfið - 1.2.2012

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag, 1. febrúar. Forystukonur Kvenfélagasambandsins nýttu daginn til að færa Oddnýju G. Harðardóttur hamingjuóskir með að vera fyrsta konan til að gegna stöðu fjármálaráðherra Íslands.

Lesa meira

Um yfirfærslu lána milli gömlu og nýju bankanna - 31.1.2012

Að gefnu tilefni vegna umræðu um mat á þeim eignum (útlánum) sem nýju bankarnir tóku við í október 2008, einkum í tengslum við nýútkomna skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans, vill fjármálaráðuneytið koma á framfæri athugasemdum er varða samningagerð og mat eigna í tengslum við stofnsetningu nýju bankanna.

Lesa meira

Fjármálaráðherrar Íslands og Grænlands hittast - 30.1.2012

Maliina Abelsen, landstjórnarfulltrúi sem fer með ábyrgð fjármála á Grænlandi, er stödd hér á landi í vinnuheimsókn þar sem hún kynnti sér meðal annars starfssemi orkufyrirtækja. 

Lesa meira

Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi - 26.1.2012

Með vísan til reglugerðar nr. 25/2012, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. janúar 2012, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan.

Lesa meira

Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs meðal þeirra bestu - 25.1.2012

Euroweek Awards

Enn vekur alþjóðleg skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs Íslands frá því í júní sl.mikla athygli..

Lesa meira

Listi yfir forstöðumenn 24. janúar 2012 - 24.1.2012

Listi yfir forstöðumenn skv. 2. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum. Lesa meira

Morgunverðarfundur um bætta umgjörð fjárlagagerðar - 24.1.2012

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar 25. janúar nk. um bætta umgjörð fjárlagagerðar. Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, mun flytja erindi ásamt fleirum.

Lesa meira

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gerð rammalöggjafar fyrir opinber fjármál - 13.1.2012

Fjármálaráðuneytið hefur um nokkurt skeið stefnt að endurskoðun laga um fjárreiður ríkisins sem sett voru árið 1997.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra - 12.1.2012

Gunnar Tryggvason

Gunnar Tryggvason verkfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra. 

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs jan - nóv 2011 - 12.1.2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2011 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Hluthafasamkomulög í tengslum við eignarhald á stóru viðskiptabönkunum þremur - 11.1.2012

Um miðjan október 2011 barst beiðni til fjármálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðgangi að hluthafasamkomulögunum í tengslum við hlutafjáreign í Landsbankanum hf., Íslandsbanka hf. og Arion banka hf., milli íslenska ríkisins annars vegar og gömlu bankanna hins vegar.

Lesa meira

Greinargerð IFS Greiningar um framkvæmd Vaðlaheiðargangna - 10.1.2012

Þann 17. nóvember sl. óskaði fjármálaráðuneytið eftir því við IFS Greiningu að unninn yrði greinargerð í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd Vaðlaheiðargangna.

Lesa meira

Nýskipaður fjármálaráðherra hefur störf - 4.1.2012

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra

Nýskipaður fjármálaráðherra, Oddný G. Harðardóttir, hefur tekið til starfa. Oddný er fyrst kvenna til að gegna stöðu fjármálaráðherra Íslands.

Lesa meira

Dómar uppkveðnir árið 2011 - 4.1.2012

Á árinu 2011 voru kveðnir upp sautján dómar sem varða starfsmannamál hjá ríkinu og stofnunum þess, fimm hæstaréttardómar, sex héraðsdómar og sex félagsdómar.

Lesa meira

Lánveitingar Norðurlanda og Póllands til Íslands - 3.1.2012

Umsamin lánafyrirgreiðsla Norðurlandanna og Póllands til Íslands  í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda, sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), nemur í heild €1.930 m.

Lesa meira