Fréttir

Kynjuð fjárlagagerð hefur sannað gildi sitt - 18.5.2017

Benedikt Jóhannesson flutti opnunarávarp á stofnfundi sérfræðihópsins í dag.a

Kynjuð fjárlagagerð hefur sannað gildi sitt sem mikilvægt tæki til að vinna að jafnrétti kynjanna. Þetta kom fram í máli Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra á stofnfundi sérfræðihóps aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um kynjaða fjárlagagerð, sem hófst í Reykjavík í dag.  Að frumkvæði OECD var ákveðið að stofnfundurinn yrði haldinn á Íslandi vegna stöðu landsins sem leiðandi ríkis í jafnréttismálum. Þá mun Ísland gegna leiðandi hlutverki í sérfræðihópnum.

Lesa meira

Viðræður að hefjast um gerð tvísköttunarsamnings við Japan - 16.5.2017

Í vikunni hefjast viðræður um gerð tvísköttunarsamnings við Japan. Fyrsti formlegi fundur samninganefnda ríkjanna fer fram í Tókýó og hefst fundurinn þann 17. maí nk. 

Lesa meira

Reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja birt í stjórnartíðindum - 10.5.2017

Reglugerð nr. 233/2017 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja var birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. mars sl. Með reglugerðinni tekur reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja gildi hér á landi sbr. 117. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki sbr. 1., 91. og 92. gr. reglugerðar nr. 233/2017.

Lesa meira

Markviss nýting upplýsingatækni - 3.5.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra tók í gær þátt í sérstökum umræðum um upplýsingatæknimál ríkisins á Alþingi. Upplýsingatækni er mikilvægt verkfæri til að auka skilvirkni og hagræðingu í opinberri stjórnsýslu á sama tíma og gagnsæi eykst og almenningur fær betri þjónustu.

Lesa meira

Vegna gagnrýni á framsetningu útgjalda til heilbrigðismála í fjármálaáætlun 2018-2022 - 2.5.2017

Undanfarna daga hafa forsvarsmenn Landspítalans gagnrýnt framsetningu útgjalda til heilbrigðismála í fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 sem nú liggur fyrir Alþingi. Er því haldið fram að val á viðmiðunartölum við nágrannalönd sé óviðeigandi og ekki stuðst við tölur úr heilbrigðisskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta hafi í för með sér að verið sé að bera saman epli og appelsínur, umfang heilbrigðisútgjalda sé ekki rétt og að fjármálaáætlunin standi og falli með því að röng mælistika sé notuð. Þessar staðhæfingar spítalans eru rangar.

Lesa meira

Fallið frá beiðni um dómkvaðningu matsmanna - 27.4.2017

Fjórir fjárfestingasjóðir sem í janúar fengu heimild Hæstaréttar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafan var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna.

Lesa meira

Könnun OECD á skattbyrði launafólks - 27.4.2017

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gaf nýverið út ritið Taxing Wages sem inni­heldur niðurstöður samræmdrar könnunar á skatt­lagn­ingu launa í OECD-ríkjum fram til ársins 2016. Reiknuð er skatt­byrði launafólks að teknu tilliti til fjölskylduhaga og endurgreiðslna í formi barnabóta og einnig skattafleygurinn í heild, en hann inniheldur að auki launaskatta og -gjöld sem lögð eru á launa­greið­endur, eins og trygginga­gjöld.

Lesa meira

Greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 25.4.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, en samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál ber honum að gera Alþingi grein fyrir framgangi áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra - 25.4.2017

Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

Samráðshópur um jöfnun launa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar - 24.4.2017

Í samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var í september 2016 var sérstaklega fjallað um að vinna þurfi að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað samráðshóp til að fara yfir og meta hvaða tölfræðigögn og -aðferðir þurfi að liggja til grundvallar í slíkri vinnu.

Lesa meira

Vegna sölu ríkisins á jörðinni Vífilsstöðum - 24.4.2017

Ríkissjóður gerði á dögunum samning við Garðabæ um sölu á jörðinni Vífilsstöðum fyrir 560 m.kr. auk þess sem ríkissjóður á rétt á 60% hlutdeild í ábata af sölu byggingarréttar á svæðinu, sem fer umfram það sem gert var ráð fyrir við verðmat á landinu.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna - 18.4.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði þann 21. mars sl. starfshóp sem var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, einkum með tilliti til þess hvort rétt sé að áskilja lágmarksfjárfestingar erlendis (gólf) eða hámarksfjárfestingar erlendis (þak).

Lesa meira