Fréttir

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 28.3.2017

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu sem samin er eftir tveggja vikna vinnu nefndarinnar hér á landi þar sem hún hefur átt fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. 

Lesa meira

Tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra - 24.3.2017

Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló í dag. Á fundinum var rætt um áskoranir framundan og samstarf norræna ríkja milli sín og innan Evrópu, breytingar og óvissu í tengslum við Brexit og öldu verndarhyggju í viðskiptum.

Lesa meira

Reglur um eignarhald í fjármálafyrirtækjum og kaup fjögurra aðila á hlutum í Arion banka hf. - 22.3.2017

Í ljósi þess að fjórir fjárfestar hafa gert kaupsamning við Kaupþing ehf. um kaup á hlutum í Arion banka hf. hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið tekið saman upplýsingar sem tengjast málinu, þar á meðal helstu reglur sem gilda um eignarhald í fjármálafyrirtækjum, tilkynningu um kaup á hlutum í Arion banka hf. og þau sérstöku skilyrði sem Kaupþingi hf. voru sett fyrir eignarhaldi á virkum eignarhlut í Arion banka hf. með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 2010.

Lesa meira

Starfshópur um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna - 21.3.2017

Fjármála-  og efnahagsráðherra hefur skipað hóp sem falið er að vinna stutta skýrslu um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hópurinn er skipaður í samráði við Landssamtök lífeyrissjóða.

Lesa meira

Fitch: Ísland losar fjármagnshöft samhliða batnandi ytri stöðu - 20.3.2017

Afnám fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi endurspeglar aukinn viðnámsþrótt og sterka vörn í formi gjaldeyrisforða sem minnkar hættu á þrýstingi á greiðslujöfnuð og gengi gjaldmiðilsins samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Mat fyrirtækisins tekur enn tillit til áhættu er varðar þjóðhagslegt ójafnvægi.

Lesa meira

S&P: Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkuð í A/A-1 í kjölfar losunar fjármagnshafta - 17.3.2017

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“ í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Horfur eru stöðugar.

Lesa meira

Moody's: Afnám fjármagnshafta hefur jákvæð á hrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans - 17.3.2017

Matsfyrirtækið Moody‘s birti í dag frétt um að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans.

Lesa meira

Greinargerð um starfsemi Lindarhvols - 16.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

Verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu skipuð - 12.3.2017

Markmið með endurmati peningastefnunnar er að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs.

Lesa meira

Fjármagnshöft afnumin - 12.3.2017

Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum um gjaldeyrismál. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna.

Lesa meira

Frestur til að skila umsögnum vegna eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki framlengdur - 10.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur framlengt til 20. mars frest til umsagna við drög að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

Starfshópur skoðar erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi - 9.3.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem fær það verkefni að skoða erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, leggja mat á kosti og galla slíkrar löggjafar fyrir fjármálamarkað hér á landi og einnig að skoða hvort aðrar leiðir séu færar eða betur til þess fallnar að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. 

Lesa meira