Nr. 30/2001. Skipun kærunefndar útboðsmála

12.9.2001

Fréttatilkynning
Nr. 30/2001


Skipun kærunefndar útboðsmála


Fjármálaráðherra hefur á grundvelli laga nr. 94/2001 um opinber innkaup, skipað í kærunefnd útboðsmála. Formaður nefndarinnar er dr. Páll Sigurðsson, prófessor, og aðrir nefndarmenn dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor, og Sigfús Jónsson, fyrrv. forstjóri. Varamaður formanns er Áslaug Björgvinsdóttir, lektor, og aðrir varamenn Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri, og Stanley Pálsson, verkfræðingur.

Hlutverk kærunefndar útboðsmála er að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum einstaklinga og lögaðila vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Nefndin er sjálfstæður úrskurðaraðili á stjórnsýslustigi. Kærunefndinni er heimilt að beiðni opinberra aðila að gefa ráðgefandi álit á tilteknum innkaupum þótt engin kæra hafi borist.

Við skipun nefndarinnar var haft samráð við helstu aðila sem hafa hagsmuni að gæta við framkvæmd laga um opinber innkaup. Nefndarmenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn.


Fjármálaráðuneytinu, 12. september 2001


Til baka Senda grein