Nr. 14/2001. Árlegur fundur fjármálaráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins

2.5.2001

Fréttatilkynning
Nr. 14/2001


Árlegur fundur fjármálaráðherra aðildarríkja Eystrarsaltsráðsins


Sjötti árlegi fundur fjármálaráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins verður haldinn á Hotel Marienlyst í Helsingör í Danmörku dagana 3 - 4 maí. Aðild að ráðinu eiga Þýskaland, Pólland, Eystrasaltsríkin þrjú og Norðurlöndin. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr fundinn af Íslands hálfu.

Á fundinum munu ráðherrarnir m.a. fjalla um málefni er varða upptöku evrunnar, skattasamkeppni og samhæfingu fjármálamarkaða. Ennfremur verður fjallað um sjálfbæra þróun og hagrænar aðgerðir í umhverfismálum. Að fundi loknum á föstudag (kl. 16:15 að dönskum tíma) verður haldinn blaðamannafundur þar sem ráðherrarnir munu svara spurningum fréttamanna.

Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra (gsm 862 0028) og Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins (gsm 862 0017).


Fjármálaráðuneytinu, 2. maí 2001


Til baka Senda grein