Ferðakostnaður - akstursgjald og dagpeningar

In English: Travel Expense

Athygli er vakin á áskriftarþjónustu ráðuneytisins

Á fundi ferðakostnaðarnefndar 30. september 2014 voru dagpeningar til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins ákvarðaðir. Ákvörðunin er birt í auglýsingu nr. 2/2014 sem gildir frá 1. október 2014. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2014 dags. 30. maí 2014.Auglýsing nr. 1/2013, um akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana, og auglýsing nr. 1/2009, um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis, haldast óbreyttar.

Akstursgjald, bílapeningar, kílómetragjald

Dagpeningar á ferðalögum innanlands

Dagpeningar á ferðalögum erlendis

SDR er gjaldmiðlakarfa ákvörðuð af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar daglega gengi SDR í bandarískum dollurum út frá verði myntanna í körfunni á hádegi á gjaldeyrismarkaðnum í London. Peningamálasvið Seðlabanka Íslands ákvarðar daglega gengi SDR gagnvart íslenskri krónu. Sjá frekari upplýsingar á síðu Seðlabankans.

Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndarinnar svarar fyrirspurnum í síma: 528-1054 eða Sigridur.Vilhjalmsdottir@hagstofa.is.

FYRIRVARI: Athugið að leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna ferða á vegum launagreiðanda. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum.

Greinar úr Fréttabréfi fyrir stjórnendur ríkisstofnana:

FlýtivalTungumál