Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppkaup ríkissjóðs á eigin skuldabréfum útgefnum í bandaríkjadölum

Á fyrsta ársfjórðungi 2015 hefur Seðlabanki Íslands, sem annast framkvæmd lánamála ríkissjóðs, keypt f.h. ríkissjóðs skuldabréf að nafnvirði samtals USD 97.465.000 í skuldabréfaflokki „ICELAND 4,875% 06/16/16“ (ISIN USX3446PDH48/US451029AD49).

Útgefið magn skuldabréfaflokksins nemur 1.000.000.000 USD og því hefur ríkissjóður keypt 9,7465% af útistandandi skuld ríkissjóðs í framangreindum skuldabréfaflokki, en hann er með lokagjalddaga þann 16.júní 2016.

Uppkaup ríkissjóðs á markaði eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veitir Esther Finnbogadóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti í síma 545-9200.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum