Nr. 24/2001. Fjármálaráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja og Noregs

24.6.2001

Fréttatilkynning
Nr. 24/2001

Fjármálaráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja og Noregs

Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Færeyja dagana 24. - 27. júní n.k. Heimsóknin er í boði fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen og eiginkonu hans, frú Gullbritt Hansen. Dagskrá heimsóknarinnar er fjölbreytt og munu ráðherrahjónin ferðast um eyjarnar og hitta lögmann Færeyja og forsvarsmenn bæði lands- og bæjarmála í Færeyjum.

Í framhaldi af Færeyjaferðinni, dagana 28. - 29. júní, heldur fjármálaráðherra til Osló í opinbera heimsókn í boði fjármálaráðherra Noregs, Karl Eirik Schjött-Pedersen. Þar munu ráðherrarnir funda um m.a. stöðu efnahagsmála í löndunum tveimur og áhersluatriði í peninga- og ríkisfjármálum. Einnig mun fjármálaráðherra eiga fund með seðlabankastjóra Noregs og heimsækja norska Verðbréfaþingið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, gsm 862 0028.


Fjármálaráðuneytinu, 24. júní 2001
Senda grein
FlýtivalTungumál