Hoppa yfir valmynd
8. maí 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Guðríður Hrund Helgadóttir skipuð skólameistari MK

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024.

Guðríður lauk grunn- og meistaraprófi í uppeldisfræði og þýsku frá Universität Trier árið 2003 og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Þá lauk hún M.Ed. prófi í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2023. Guðríður er einnig með próf sem leiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum (2016) og viðbótardiplóma í menntastjórnun og matsfræði frá Háskóla Íslands (2020).

Guðríður hefur starfað við Menntaskólann í Kópavogi frá árinu 2011 og er starfandi skólameistari frá árinu 2023. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og kennslustjóri ásamt fleiri ábyrgðarhlutverkum innan skólans. Guðríður starfaði einnig sem málstjóri og prófdómari hjá Leiðsöguskóla Íslands á árunum 2018–2023. Áður starfaði Guðríður m.a. sem leiðsögumaður, kennari og framkvæmdastjóri.

Guðríður sótti ein um embættið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum