Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útgáfa ritsins Þjóðarbúskapurinn árið 2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 4. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á árinu 2007 verður ritið Þjóðarbúskapurinn gefið út fjórum sinnum, bæði á íslensku og ensku.

Á vetrar- og sumarmánuðum verða gefnar út endurskoðaðar þjóðhagsspár til tveggja eða þriggja ára í senn. Þessar skýrslur eru stuttar, með færri töflum í viðauka og verða einungis birtar á vef fjármálaráðuneytisins. Fleiri töflur verða þó uppfærðar á vef ráðuneytisins í tengslum við útgáfuna.

Í vetrarskýrslu verður þjóðhagsspáin uppfærð í ljósi ákvarðana Alþingis um fjárlög og fjáraukalög til viðbótar við nýjar upplýsingar um efnahagsþróun.

Á vor- og haustmánuðum verða gefnar út ítarlegri spár með áherslu á framvindu efnahagslífsins til meðallangs tíma, eða fimm ára í senn, og ítarlegum töfluviðauka. Haustspáin er jafnframt byggð á nýjum forsendum um ríkisfjármálin sem felast í fjárlagafrumvarpinu. Vor- og haustskýrslur eru gefnar út á prentuðu formi og á vef fjármálaráðuneytisins.

Útgáfuáætlun fjármálaráðuneytisins fyrir ritið Þjóðarbúskapurinn er sem hér segir fyrir árið 2007:


16. janúar 2007 Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árin 2006-2008
24. apríl 2007 Þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2012
19. júní 2007 Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2009
1. október 2007 Þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2012


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum