Skattar og tollar

Hlutverk skattkerfisins

Skattar og tollarSamfélagsreksturinn er einkum fjármagnaður með sköttum en einnig með þjónustugjöldum. Samsetning skatta þarf að vera með þeim hætti á hverjum tíma að skattlagning hafi ekki neikvæð áhrif á efnahagslífið. Þá gegnir skattkerfið hlutverki varðandi mótun á tekjuskiptingu samfélagsins. 

Í ráðuneytinu er mótuð stefna í skattamálum og fyrir aðra tekjuöflun ríkisins.   Undirbúningur skattalöggjafar og vinna við lagafrumvörp og reglugerðir á sviði skattamála, með hliðsjón af stefnumótun ríkisfjármála og efnahagsmálum almennt er einn af meginþáttum þess verkefnis. Ráðuneytið metur einnig forsendur og áhrif skattabreytinga sem teljast vera hluti af gerð lagafrumvarpa og tekjuáætlunar ríkissjóðs og stefnumótun ríkisfjármálastefnunnar almennt.

Einnig eru í ráðuneytinu sett heildarmarkmið fyrir tekjuöflun ríkissjóðs og langtímáætlanir um þróun tekna.

Stjórnsýsla skatta- og tollamála

Tvísköttunarsamningar - upplýsingaskiptasamningar

Innheimta opinberra gjalda

Skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenska skattkerfið (á ensku)