Um laun og starfskjör embættismanna

Laun og önnur launakjör embættismanna eru ákveðin af kjararáði. Um laun og launakjör lögreglumanna, tollvarða og fangavarða fer þó eftir kjarasamningum sem stéttarfélög eða samtök þeirra gera við ríkið.

Um störf kjararáðs gilda lög nr. 47/2006. Upplýsingar um kjararáð er að finna á vefsíðunni www.kjararad.is. Á vefsíðunni eru einnig upplýsingar um almenn starfskjör þeirra sem kjararáð ákveður laun.