Dreifibréf starfsmannaskrifstofu

Dreifibréf til ráðuneyta og stofnana um samræmt fyrikomulag á almennum leiðbeiningum og tilmælum um starfsmannamál

Dreifibréf starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins hafa að geyma almennar leiðbeiningar og tilmæli til ráðuneyta og stofnana um málefni ríkisstarfsmanna. Dreifibréfin eru eingöngu birt á vef ráðuneytisins og voru fyrstu bréfin birt haustið 2001.

Efni dreifibréfanna er tilgreint á þrenna vegu:

  • með tilvísun til þeirra ákvæða laga eða samninga sem um ræðir,
  • með almennri lýsingu á viðfangsefninu og
  • sértækri tilgreiningu.

Auk þess eru dreifibréfin númeruð og merkt útgáfuárinu. Númerið helst endaþótt efni kunni að vera breytt síðar en þá er tekið fram að um aðra útgáfu sé að ræða.

Sendu okkur beiðni um áskrift að dreifibréfi starfsmannaskrifstofu.Dreifibréf

Dreifibréf 6/2001 - Verkfall

Launagreiðslur meðan á verkfalli stendur svo og framkvæmd og túlkun á 19. og 20. grein laga nr. 94/1986.

Lesa meira

Dreifibréf 1/2007 - Veikindaréttur

Dreifibréfi þessu er ætlað að skýra almennar réttarreglur og kjarasamnings­ákvæði sem varða veikindarétt starfsmanna sem ráðnir eru á mánaðarlaunum til tveggja mánaða eða lengur. Fjallað er um helstu atriði sem reynir á við veikindi starfsmanna og grunnhugtök skýrð. Lesa meira

Dreifibréf 2/2006 - Orlof

Dreifibréfi þessu er ætlað að skýra þær réttarreglur og kjarasamningsákvæði sem varða orlof ríkisstarfsmanna, einkum þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamningum.

Lesa meira

Dreifibréf 1/2006 - Viðmið fyrir góða starfshætti ríkisstarfsmanna

Með dreifibréfi þessu eru settar fram almennar leiðbeiningar um þau viðmið sem ríkisstarfsmanni ber daglega að gæta í störfum sínum. Lesa meira

Dreifibréf 3/2003 - Orlof

Réttur til orlofs þ.e. orlofstöku og orlofslauna, orlof af dagvinnu og yfirvinnu, orlofsárið, sumarorlofstími, veikindi í orlofi o.fl. Lesa meira

Dreifibréf 2/2003 - Starfslok almennir starfsmenn

Uppsögn þegar brot á starfsskyldum býr að baki uppsögn. Lesa meira

Dreifibréf 1/2003 - Starfslok almennir starfsmenn

Uppsögn þegar aðrar ástæður en brot á starfsskyldum eiga við. Lesa meira

Dreifibréf 6/2002 - Tryggingar

Tjón á persónulegum munum starfsmanns vegna óhapps á vinnustað.

Lesa meira

Dreifibréf 5/2002 - Persónuvernd

Fræðsluskylda stofnunar varðandi eftirlit hennar með tölvupóst- og netnotkun starfsmanna. Lesa meira

Dreifibréf 4/2002 - Áminning embættismenn

Undirbúningur skriflegrar áminningar, tilkynning um fyrirhugaða áminningu, áminningarbréfið o.fl.
Dreifibréf 4/2002 (PDF 21K).

Lesa meira

Dreifibréf 3/2002 - Áminning almennir starfsmenn

Undirbúningur skriflegrar áminningar, tilkynning fyrirhugaðrar áminningar, áminningarbréfið o.fl.
Dreifibréf 3/2002 (PDF 19K). Lesa meira

Dreifibréf 2/2002 - Vinnutími

Vinnutími dagvinnumanna. Lesa meira

Dreifibréf 1/2002 - Fæðingarorlof

Algengar spurningar og svör.

Lesa meira

Dreifibréf 7/2001 - Starfslok

Aldurshámark starfsmanna ríkisins. Lesa meira

Dreifibréf 6/2001 - Vinnuvernd

Um vinnu barna og unglinga, svo sem aldursskilyrði, vinnutíma og hvíld. Lesa meira

Dreifibréf 5/2001 - Veikindi

Fjarvistir vegna meðferðar við áfengissýki eru ekki greiðsluskyldar. Lesa meira

Dreifibréf 4/2001- Vinnuvernd

Augn- og sjónvernd starfsmanna. Lesa meira

Dreifibréf 3/2001- Fæðispeningar

Jafnaðargreiðsla fæðispeninga. Ársmenn og sumarafleysingastarfsmenn. Lesa meira

Dreifibréf 2/2001- Fæðingarorlof

Réttur til orlofstöku, orlofslauna og persónu- og orlofsuppbótar.

Lesa meira

Dreifibréf 1/2001- Foreldraorlof

Réttur til orlofstöku en ekki til orlofslauna.

Lesa meira