Táknmálskynning

Táknmálskynning

Fjármála- og efnahagsráðuneytið er til húsa í Arnarhvoli á horni Lindargötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík.

Afgreiðslan er opin alla virka daga frá klukkan 8:30 til 16:00, síminn er 545 9200 og bréfasími er 545 9299, netfang er postur@fjr.is.

Netföng starfsmanna ráðuneytisins má finna undir tenglunum ráðuneyti, starfsfólk.

Boðið er uppá tölvupóstsáskrift og RSS-þjónustu undir tenglunum útgáfa, áskrift - @ og RSS.

Yfirlit útgáfu ráðuneytisins er undir tenglunum útgáfa, útgefið efni eftir árum.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og varða: fjárreiður ríkisins, eignir ríkisins, tekjuöflun ríkisins, starfsmannamál ríkisins, lífeyrismál, hagstjórn, fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, almennar umbætur í ríkisrekstri og önnur verkefni, s.s. verslun með áfengi og tóbak.