Starfssvið

Starfssvið

Fjall

Samkvæmt forsetaúrskurði nr. 71/2013 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fer fjármála- og efnahagsráðuneyti með mál er varða:Fjármála- og efnahagsráðuneyti fer með mál er varða:

1. Skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytisins og starfsmannahald.

2. Fjárreiður ríkisins og fjármál að því marki sem þau eru ekki falin öðrum aðilum, þar á meðal:

 1. Stefnumörkun og langtímaáætlun í ríkisfjármálum.
 2. Forsvar og gerð frumvarps til fjárlaga, fjáraukalaga og lokafjárlaga.
 3. Skuldbindingar fram yfir fjárlagaárið, þ.m.t. rekstrar- og þjónustu­samn­inga.
 4. Almennt eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
 5. Sjóðsstýringu.
 6. Lánsfjármál og lántökur.
 7. Ríkisaðstoð, ríkisábyrgðir og styrki til einkafyrirtækja.
 8. Reikningshald ríkisins.
 9. Samhæfingu fjármála sveitarfélaga við ríkisfjármál.
 10. Fjársýslu ríkisins.

3. Eignir ríkisins, þar á meðal:

 1. Fasteignir, verðbréf og hlutabréf og fyrirsvar þeirra að því marki sem þær eignir eru ekki faldar öðrum.
 2. Húsnæðismál ríkisstofnana.
 3. Bifreiðamál ríkisstofnana.
 4. Opinberar framkvæmdir.
 5. Ríkisjarðir, land í eigu ríkisins og samninga vegna nýtingar vatns- og jarðhitaréttinda, náma og jarðefna á landi utan þjóðlendna.
 6. Jarðasjóð ríkisins.
 7. Bankasýslu ríkisins.
 8. Fasteignir ríkissjóðs.
 9. Framkvæmdasýslu ríkisins.

4. Tekjuöflun ríkisins, þar á meðal:

 1. Skattamál, svo sem álagningu, uppgjör og aðra skattframkvæmd, skatt­rannsóknir og úrskurði í skattamálum, þ.m.t. málefni ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd.
 2. Tolla og vörugjöld, þ.m.t. tollgæslu og innheimtu opinberra gjalda, málefni tollstjóra og ríkistollanefndar.
 3. Aðrar tekjur ríkissjóðs, þ.m.t. arðgreiðslur, leigutekjur og ýmis gjöld.

5. Starfsmannamál ríkisins, þar á meðal:

 1. Almenna stefnumótun í mannauðsmálum ríkisins og fræðslu.
 2. Launa- og kjaramál.
 3. Launavinnslu.
 4. Réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.
 5. Kjararáð.

6. Lífeyrismál, þar á meðal:

 1. Lífeyrismál starfsmanna ríkisins, forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.
 2. Skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
 3. Starfsemi lífeyrissjóða að því marki sem þau verkefni eru ekki falin öðrum.
 4. Viðbótartryggingarvernd og séreignarsparnað, þ.m.t. starfstengda eftirlaunasjóði.

7. Hagstjórn, þar á meðal:

 1. Mat á þróun og horfum í efnahagsmálum og gerð þjóðhagsspár.
 2. Efnahagsáætlanir og samstillingu opinberrar hagstjórnar.
 3. Vexti og verðtryggingu.
 4. Lögeyri, gjaldeyri og fjármagnshreyfingar milli landa.
 5. Seðlabanka Íslands.

8. Fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, þar á meðal:

 1. Fjármálafyrirtæki.
 2. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
 3. Verðbréfamarkaði.
 4. Úrskurðarnefnd verðbréfamiðstöðva.
 5. Innstæðutryggingar.
 6. Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.
 7. Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
 8. Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum.
 9. Viðlagatryggingu Íslands.
 10. Úrskurðarnefnd um viðlagatryggingu.
 11. Greiðslukerfi og greiðsluþjónustu.
 12. Fjármálaeftirlitið.

9. Almennar umbætur í ríkisrekstri, þar á meðal:

 1. Skipulag og stjórnarhætti í ríkisstarfsemi.
 2. Opinber innkaup og málefni Ríkiskaupa.
 3. Kærunefnd útboðsmála.
 4. Hagræðingu í ríkisrekstri og árangursstjórnun.

10. Önnur verkefni, þar á meðal:

 1. Kröfulýsingu í þjóðlendur.
 2. Verslun með áfengi og tóbak og málefni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
 3. Málefni og eigendaforsvar fjölþjóðlegra lánastofnana, annarra en þeirra sem fara með þróunaraðstoð, þ.m.t. gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum (NIB), Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) og Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD).