Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri 43,2 ma.kr innan ársins, sem er sambærileg útkoma og var fyrir sama tímabil 2006. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 19,6 ma.kr. sem 61,3 ma.kr. lakari útkoma en í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og 44 ma.kr. eiginfjárframlagi til Seðlabanka Íslands. Tekjur án eignasölu reyndust 36,2 ma.kr. hærri en í fyrra og gjöldin hækka um 34,2 ma.kr. frá fyrra ári.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - september 2007

í milljónum króna


Liðir
2003
2004
2005
2006
2007
Innheimtar tekjur
187.293
201.207
305.378
277.246
319.577
Greidd gjöld
195.857
212.932
233.596
233.632
267.875
Tekjujöfnuður
-8.564
-11.725
71.782
43.614
51.702
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-12.013
-
-56.755
-
-6.170
Breyting rekstrartengdra eigna og skulda
-735
1.320
-446
258
-2.288
Handbært fé frá rekstri
-21.312
-10.405
14.581
43.872
43.245
Fjármunahreyfingar
20.202
7.969
45.165
-2.245
-62.887
Hreinn lánsfjárjöfnuður
-1.110
-2.436
59.746
41.627
-19.642
Afborganir lána
-19.498
-30.843
-47.939
-38.071
-36.620
Innanlands
-7.048
-5.676
-14.056
-15.198
-22.255
Erlendis
-12.450
-25.166
-33.883
-22.873
-14.365
Greiðslur til LSR og LH
-5.625
-5.625
-2.950
-2.970
-2.970
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-26.233
-38.904
8.857
586
-59.232
Lántökur
31.467
40.679
11.698
24.978
61.587
Innanlands
30.253
17.430
11.698
20.362
58.277
Erlendis
1.214
23.249
-
4.616
3.310
Breyting á handbæru fé
5.234
1.775
20.555
25.564
2.355

Innheimtar tekjur

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 319,6 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er 42 ma.kr aukning frá sama tíma í fyrra, eða 13% sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila í ársbyrjun 2006 nemur aukningin 16,6%, en tölurnar hér á eftir taka mið af henni. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 13,1% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 7,7%. Aukning annarra rekstrartekna um 35,8% milli ára skýrist að mestu af auknum vaxtatekjum af skammtímalánum, en þær uxu um 125%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 103,6 ma.kr. og jukust um rúma 18 ma.kr. frá síðasta ári, eða 21,7%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 10%, tekjuskattur lögaðila jókst um 34,7% og fjármagnstekjuskattur um 49,7%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 6% milli ára á meðan launavísitalan hækkaði um 9,2%, en þess bera að gæta að skatthlutfallið lækkaði á milli ára úr 5,79% í 5,34%. Innheimta eignarskatta nam 8,4 ma.kr. og jókst um 22,1% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 6,8 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur hefur aukist um tæpar 1.400 milljónir frá fyrra ári.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 142,5 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 7,6% að nafnvirði frá fyrra ári eða 2,4% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 9,6% sem jafngildir 4,3% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Sé litið á síðustu mánuði, eða tímabilið frá því að lækkunar virðisaukaskatts þann 1. mars sl. tók að gæta til fulls í innheimtutölum, kemur fram lítillegur raunsamdráttur milli ára.

Eins og sést af myndinni hér að neðan þá hefur hægt verulega á raunvexti veltuskatta árið 2007 sem er enn ein vísbending um að dregið hafi úr umsvifum í hagkerfinu. Af helstu einstökum liðum veltutengdra skatta er mest aukning í sköttum á olíu og þungaskatti en vörugjöld af ökutækjum drógust hins vegar mest saman eða um tæp 12% milli ára.

Greidd gjöld

Greidd gjöld námu 267,9 ma.kr og jukust um 34,2 ma.kr. frá fyrra ári eða 14,6%. Mest jukust gjöld vegna almannatrygginga- og velferðarmála, um 9,8 ma.kr eða 17,8% Þar munar mest um lífeyristryggingar sem hækka um 5 ma.kr. á milli ára, fæðingarorlofsgreiðslur um 1,9 ma.kr og barnabætur um 1,1 ma.kr. Hlutfallslega jukust mest gjöld til almennrar opinberrar þjónustu, um 23,6% eða 6,8 ma.kr., en á þessu ári kom til greiðslu fyrsti gjalddagi nýrra ríkisbréfa og voru vextir vegna þessa 1,4 milljarðar kr. Aðrir stórir liðir eru vextir vegna lána til kaupa á Landsvirkjun að upphæð 600 m.kr. og auknar greiðslur vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Aukning útgjalda til heilbrigðismála milli ára er 6,4 ma.kr., efnahags- og atvinnumála 4,1 ma.kr og til menntamála 2,9 ma.kr.

Lánsfjárþörf ríkissjóðs

Lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins nam 59,2 ma.kr. í heild, en hrein lánsfjárþörf var 19,6 ma.kr. Afborganir lána fyrstu níu mánuðina eru 36,6 ma.kr., þar af hafa 14,6 ma.kr verið greiddir upp af erlendum lánum. Heildar lántökur tímabilsins nema 61,6 ma.kr. þar af hafa rúmir 58 ma.kr. verið teknir að láni innanlands. Lánsfjárþörf ríkisins á árinu 2007 skýrist einkum af lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun og hins vegar eiginfjáraukningu Seðlabankans, sem var fjármögnuð með því að ganga á innistæðu á reikningi ríkissjóðs í bankanum.

Tekjur ríkissjóðs janúar - september 2007


í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2005
2006
2007
2005
2006
2007
Skatttekjur og tryggingagjöld
228.399
260.030
290.360
22,0
13,8
11,7
Skattar á tekjur og hagnað
73.933
88.400
103.611
24,1
19,6
17,2
Tekjuskattur einstaklinga
48.895
54.830
60.298
10,2
12,1
10,0
Tekjuskattur lögaðila
8.179
17.117
18.681
9,4
109,3
9,1
Skattur á fjármagnstekjur
16.859
16.452
24.632
118,3
-2,4
49,7
Eignarskattar
10.873
6.897
8.426
44,8
-36,6
22,2
Skattar á vöru og þjónustu
116.093
132.458
142.483
20,5
14,1
7,6
Virðisaukaskattur
78.353
91.137
99.878
22,3
16,3
9,6
Vörugjöld af ökutækjum
7.856
8.256
8.085
71,9
5,1
-2,1
Vörugjöld af bensíni
6.826
6.904
7.076
5,3
1,1
2,5
Skattar á olíu
3.907
4.994
5.572
-12,6
27,8
11,6
Áfengisgjald og tóbaksgjald
8.091
8.437
8.803
5,5
4,3
4,3
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
11.060
12.730
13.069
21,5
15,1
2,7
Tollar og aðflutningsgjöld
2.456
3.311
4.175
9,2
34,8
26,1
Aðrir skattar
1.340
1.461
2.519
-
9,0
72,4
Tryggingagjöld
23.704
27.504
29.146
16,4
16,0
6,0
Fjárframlög
321
885
850
15,1
175,7
-3,9
Aðrar tekjur
19.512
15.783
21.437
43,4
-19,1
35,8
Sala eigna
57.145
547
6.930
-
20,0
-
Tekjur alls
305.377
277.246
319.577
51,8
-9,2
15,3


Gjöld ríkissjóðs janúar - september 2007

 

 
í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2005
2006
2007
2006
2007
Almenn opinber þjónusta
29.003
35.847
23,6
Þar af vaxtagreiðslur
7.865
11.223
42,7
Varnarmál
450
568
26,2
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
10.045
11.607
15,6
Efnahags- og atvinnumál
31.959
36.025
12,7
Umhverfisvernd
2.512
2.897
15,3
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
299
322
7,6
Heilbrigðismál
62.484
68.906
10,3
Menningar-, íþrótta- og trúmál
10.194
11.634
14,1
Menntamál
26.153
29.046
11,1
Almannatryggingar og velferðarmál
54.806
64.556
17,8
Óregluleg útgjöld
5.727
6.466
12,9
Gjöld alls
233.632
267.875
14,7


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum