Hoppa yfir valmynd
6. október 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - ágúst 2005. Greinagerð 6. október 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - ágúst 2005 (PDF 76K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 16,3 milljarða króna á tímabilinu, sem er 33,5 milljörðum króna betri útkoma heldur en áætlað var. Einnig er útkoman 23,1 milljarði betri en á sama tíma í fyrra. Milli ára hækka tekjurnar um 38,3 milljarða, á meðan að gjöldin hækka um 14,4 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 27,6 milljarða króna miðað við 1,1 milljarðs jákvæða stöðu í fyrra.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 219,3 milljörðum króna og hækkuðu um tæpa 38,3 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 21%. Þar af námu skatttekjur ríkissjóðs um 200,6 milljörðum króna sem er hækkun upp á 18,5% frá sama tíma í fyrra og er það nokkru meira en gert var ráð fyrir í áætlunum. Á sama tímabili hækkaði almennt verðlag um 3,8% þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 14,2%.

Skattar á tekjur og hagnað námu ríflega 61,6 milljörðum króna á tímabilinu sem er 15,5% meiri innheimta miðað við sama tíma í fyrra. Þar af jókst innheimta tekjuskatta einstaklinga um 10,4% en tekjuskattur lögaðila um 10,9 %. Umtalsverð aukning varð á tekjum af fjármagnstekjuskatti, eða um 45% sem jafngildir um 40% raunhækkun milli ára. Innheimta tryggingagjalda á tímabilinu nam rúmlega 21,1 milljörðum króna sem er 16,6% hækkun frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta jókst töluvert á milli ára, eða um 45% að raungildi en sú aukning endurspeglar að mestu aukna innheimtu stimpilgjalda enda hefur velta á fasteignamarkaði verið umtalsverð á árinu. Aðrar rekstrartekjur námu 18,1 milljörðum króna og jukust um 6,6 milljarða milli ára sem skýrist einkum af arðgreiðslum frá Landssímanum og sektargreiðslum olíufélaganna.

Þróun almennra veltuskatta og þá sérstaklega virðisaukaskattsins gefur nokkuð góða mynd af þróun eftirspurnar í hagkerfinu en samanlagt hækka almennir veltuskattar um 18,4% sem er 14,1% aukning að raungildi. Þar munar mestu um 21,1% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti frá fyrra ári sem gefur vísbendingu um að lítið lát virðist vera á almennri eftirspurn. Jafnframt skiluðu vörugjöld af ökutækjum mun meiri tekjum inn en í fyrra, eða um 71,6% en á fyrstu átta mánuðum ársins hefur innflutningur bifreiða aukist um 62,6% frá fyrra ári.

Greidd gjöld námu 203,8 milljörðum króna og hækka um 14,4 milljarða frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,4 milljarðar af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl. Að vöxtum frátöldum hækka gjöldin um 9 milljarða eða 5% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 131,6 milljarðar sem er um 65%. Þar kemur fram 8,2 milljarða króna hækkun, eða 6,7%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heilbrigðismála, 3,9 milljarða og 2,8 milljarða vegna fræðslumála. Greiðslur til almannatrygginga hækka hins vegar mun minna, eða um 1,1 milljarð frá því í fyrra. Hækkun annarra málaflokka er mun minni og í heild lækka greiðslur til atvinnumála, sm skyrist af lægri greiðslum vegna samgöngumála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 33,4 milljörðum sem er nánast óbreytt staða frá júlímánuði og skiptast þær þannig að 19,3 milljarðar eru vegna afborgana erlendra langtímalána og 13,9 milljarðar vegna spariskírteina. Lántökur námu samtals 15,8 milljörðum króna, 11,5 milljarðar innanlands í formi ríkisvíxla og ríkisbréfa og 4,3 milljarðar í erlendum skammtímalánum. Lántökur lækka samtals um 24 milljarða króna milli ára. Þá voru 2,6 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Handbært fé ríkissjóðs hækkaði um 7,4 milljarða frá áramótum fram til ágústloka.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - ágúst 2005

(Í milljónum króna)

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

142.949

152.633

170.668

181.033

219.294

Greidd gjöld....................................................

149.841

165.773

176.919

189.354

203.787

Tekjujöfnuður.................................................

-6.892

-13.140

-6.251

-8.322

15.507

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

3

-3.175

-12.059

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-2.075

-1.120

-790

1.560

791

Handbært fé frá rekstri..................................

-8.964

-17.435

-19.100

-6.761

16.298

Fjármunahreyfingar.......................................

799

8.214

17.773

7.829

11.260

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-8.165

-9.221

-1.327

1.068

27.558

Afborganir lána..............................................

-22.158

-22.123

-18.437

-29.593

-33.363

Innanlands....................................................

-7.405

-10.067

-6.028

-4.576

-14.015

Erlendis.........................................................

-14.753

-12.056

-12.409

-25.017

-19.348

Greiðslur til LSR og LH.................................

-10.000

-6.000

-5.000

-5.000

-2.600

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-40.326

-37.344

-24.764

-33.525

-8.406

Lántökur.........................................................

36.234

32.171

21.828

40.177

15.832

Innanlands....................................................

11.408

9.288

20.095

16.928

11.555

Erlendis........................................................

24.826

22.884

1.733

23.249

4.277

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-4.093

-5.172

-2.936

6.652

7.426



Tekjur ríkissjóðs janúar – ágúst 2005

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild.............................

146.806

169.316

200.645

4,4

5,8

15,3

18,5

  Skattar á tekjur og hagnað............

44.303

53.365

61.642

4,5

2,7

20,5

15,5

     Tekjuskattur einstaklinga...............

34.511

38.990

43.059

12,4

3,9

13,0

10,4

     Tekjuskattur lögaðila......................

2.911

6.619

7.340

-40,5

-26,5

127,4

10,9

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl.........

6.881

7.756

11.243

15,8

4,0

12,7

45,0

  Tryggingagjöld................................

16.400

18.090

21.086

9,2

9,2

10,3

16,6

  Eignarskattar...................................

5.364

6.344

9.537

-2,8

-15,5

18,3

50,3

  Skattar á vöru og þjónustu............

80.305

91.191

107.997

4,1

9,8

13,6

18,4

     Virðisaukaskattur...........................

52.752

59.885

72.534

7,0

9,0

13,5

21,1

 Aðrir óbeinir skattar...........................

27.553

31.306

35.463

-1,1

11,4

13,6

13,3

       Þar af:

       Vörugjöld af ökutækjum...............

3.017

4.111

7.053

-10,2

54,6

36,3

71,6

       Vörugjöld af bensíni.....................

4.742

5.679

5.872

-3,0

-1,2

19,8

3,4

       Þungaskattur...............................

3.596

4.266

3.755

-2,2

2,0

18,6

-12,0

       Áfengisgjald og tóbaksgjald.........

6.724

6.844

7.189

1,9

19,0

1,8

5,0

       Annað..........................................

9.474

10.406

11.594

0,7

7,6

9,8

11,4

Aðrir skattar......................................

433

325

382

8,6

4,5

-25,0

17,5

Aðrar tekjur.......................................

23.862

11.717

18.649

37,6

71,4

-50,9

59,2

Tekjur alls.........................................

170.668

181.033

219.294

6,8

11,8

6,1

21,1



Gjöld ríkissjóðs janúar – ágúst 2005

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Almenn mál.....................................

17.881

19.428

19.892

20,0

0,0

8,7

2,4

Almenn opinber mál...........................

9.890

10.762

10.624

19,2

-4,3

8,8

-1,3

Löggæsla og öryggismál....................

7.991

8.666

9.268

21,1

5,9

8,5

6,9

Félagsmál........................................

112.439

123.429

131.648

12,6

11,2

9,8

6,7

Þar af: Fræðslu- og menningarmál....

23.089

26.506

29.110

12,0

6,6

14,8

9,8

Heilbrigðismál.........................

45.087

48.694

52.578

14,0

10,9

8,0

8,0

Almannatryggingamál...............

37.767

40.969

42.076

10,9

14,6

8,5

2,7

Atvinnumál......................................

26.321

27.881

26.933

2,6

9,7

5,9

-3,4

Þar af: Landbúnaðarmál......................

7.233

7.321

7.707

-1,0

0,3

1,2

5,3

Samgöngumál.........................

12.668

13.565

12.361

6,1

16,7

7,1

-8,9

Vaxtagreiðslur.................................

11.920

10.291

15.737

5,2

-23,2

-13,7

52,9

Aðrar greiðslur................................

8.358

8.325

9.577

3,6

14,9

-0,4

15,0

Greiðslur alls...................................

176.919

189.354

203.787

10,6

6,7

7,0

7,6





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum