Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júní 2005. Greinargerð 4. ágúst 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júní 2005 (PDF 99K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 15,5 milljarða króna á tímabilinu, sem er 26 milljörðum króna betri útkoma heldur en áætlað var. Einnig er útkoman 17,8 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar hækka um 32 milljarða, á meðan að gjöldin hækka um 13,5 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 25,9 milljarða króna miðað við 0,9 milljarða neikvæða stöðu í fyrra.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á tímabilinu janúar til júní 2005 námu 165,5 milljörðum króna og hækkuðu um 32 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um tæp 24%. Þar af námu skatttekjur ríkissjóðs um 148 milljörðum króna sem er hækkun um 18,7% frá sama tíma í fyrra, og er það nokkru meira en gert var ráð fyrir í áætlunum. Á sama tímabili hækkaði almennt verðlag um 3,9% þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 14,3%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 48,7 milljörðum króna á tímabilinu sem er 15,5% hækkun frá fyrra ári.Þar af hækkuðu tekjur af tekjuskatti einstaklinga um 10,3% en skatttekjur vegna lögaðila drógust saman um 1%. Tekjur af fjármagnstekjuskatti jukust umtalsvert á milli ára, eða um 54% sem rekja má til aukinna fjármagnstekna af arði og vaxtatekjum. Innheimta tryggingagjalda á tímabilinu nam rúmlega 15,5 milljörðum króna sem er 15,7% aukning frá fyrra ári. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,5% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta jókst einnig töluvert á milli ára, eða um 51% að raungildi en sú aukning endurspeglar að mestu aukna innheimtu stimpilgjalda. Aðrar rekstrartekjur námu 17 milljörðum króna og jukust um 8,3 milljarða milli ára sem skýrist einkum af arðgreiðslum frá Landssímanum og sektargreiðslum olíufélaganna.

Veltuskattar ríkissjóðs jukust einnig miðað við sama tímabil í fyrra, eða um 18,6% sem er 14,1% aukning að raungildi en þar munar mestu um innheimtu tekna af virðisaukaskatti sem jókst um 21%. Vörugjöld af ökutækjum skiluðu jafnframt töluvert meiri tekjum inn en í fyrra en þau jukust um 76,3% milli ára.

Greidd gjöld námu 151,9 milljörðum króna og hækkuðu um 13,5 milljarða frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,7 milljarðar af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl. Að vöxtum frátöldum hækka gjöldin um 6% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 96 milljarðar sem er 63%. Þar kemur fram 6,2 milljarða króna hækkun, eða 6,9%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heilbrigðismála, 3,8 milljarða og 2,5 milljarða vegna fræðslumála. Á móti vegur að greiðslur vegna almannatrygginga lækka lítillega og greiðslur til atvinnumála standa nánast í stað milli ára.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 30 milljörðum sem skiptast þannig að 16,2 milljarðar eru vegna afborgana erlendra langtímalána og 13,7 milljarðar vegna spariskírteina. Lántökur námu samtals 9,6 milljörðum króna, 5,3 milljarðar innanlands í formi ríkisvíxla og ríkisbréfa og 4,3 milljarðar í erlendum skammtímalánum. Þá voru 1,9 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 3,6 milljarða frá áramótum fram til júníloka.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - júní 2005

(Í milljónum króna)

 

 

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

107.930

113.244

130.556

133.583

165.540

Greidd gjöld....................................................

109.578

120.944

127.670

138.399

151.887

Tekjujöfnuður.................................................

-1.648

-7.700

2.886

-4.816

13.653

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

3

-39

-12.059

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-1.929

277

114

2.574

1.883

Handbært fé frá rekstri..................................

-3.574

-7.462

-9.059

-2.243

15.536

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

-96

3.118

17.596

4.251

10.379

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-3.669

-4.343

8.424

-858

25.915

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-21.982

-19.484

-17.952

-28.604

-30.002

   Innanlands....................................................

-7.229

-9.344

-5.545

-3.601

-13.775

   Erlendis.........................................................

-14.753

-10.141

-12.408

-25.004

-16.227

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-7.500

-4.500

-3.750

-3.750

-1.900

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður brúttó................................

-33.152

-28.328

-13.279

-33.212

-5.988

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

31.359

24.892

14.038

34.780

9.579

   Innanlands....................................................

10.538

6.937

12.661

11.228

5.305

   Erlendis........................................................

20.821

17.955

1.377

23.552

4.274

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-1.793

-3.435

760

4.435

3.591

 

Tekjur ríkissjóðs janúar-júní

(Í milljónum króna)

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

 

Skatttekjur í heild...............................

108.589

124.694

148.051

4,5

4,1

 

14,8

18,7

 

 

   Skattar á tekjur og hagnað.............

35.682

42.183

48.739

4,2

-0,9

18,2

15,5

 

 

     Tekjuskattur einstaklinga...............

27.754

30.962

34.146

13,2

3,7

11,6

10,3

 

 

     Tekjuskattur lögaðila.....................

2.157

4.876

4.820

-41,2

-38,7

126

 

-1,1

 

 

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.771

6.345

9.773

16,4

1,1

9,9

54

 

 

  Tryggingagjöld................................

11.889

13.450

15.572

10,3

7,5

13,1

15,8

 

 

  Eignarskattar...................................

4.050

4.781

7.497

-2,3

-20,6

18

56,8

 

 

  Skattar á vöru og þjónustu.............

56.669

64.058

75.956

4,1

9,3

13

18,6

 

 

     Virðisaukaskattur..........................

38.017

43.200

52.290

7,7

8,4

13,6

21

 

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

18.652

20.858

23.666

-2,6

11,2

11,8

13,5

 

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum..............

2.082

2.904

5.120

-17,1

46,2

39,5

76,3

 

 

       Vörugjöld af bensíni.....................

3.475

3.934

3.887

-2,2

-0,5

13,2

 

-1,2

 

 

       Þungaskattur.............................

1.986

2.273

2.603

-6,1

1,7

14,5

14,5

 

 

       Áfengisgjald og tóbaksgjald........

4.709

4.823

5.129

2

19,4

2,4

6,3

 

 

       Annað............................................

6.399

6.924

6.927

-0,5

7,5

8,2

0

 

  Aðrir skattar......................................

299

224

287

8,9

-5,7

-25,1

28,1

 

Aðrar tekjur.........................................

21.967

8.890

17.488

10,7

145,7

-59,5

96,7

 

Tekjur alls...........................................

130.556

133.583

165.540

4,9

15,3

2,3

 

23,9

 

 

Gjöld ríkissjóðs janúar-júní

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Almenn mál........................................

13.301

14.113

14.621

16,4

2,5

6,1

3,6

 

   Almenn opinber mál.........................

7.343

7.649

7.897

22,2

-0,7

4,2

3,2

 

   Löggæsla og öryggismál..................

5.958

6.464

6.724

9,3

6,8

8,5

4

 

Félagsmál..........................................

79.407

89.879

96.107

12,1

10,5

13,2

6,9

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

17.785

20.293

22.838

11,8

7,1

14,1

12,5

 

           Heilbrigðismál..........................

33.830

35.805

39.643

13,8

12,2

5,8

10,7

 

           Almannatryggingamál..............

23.200

28.611

27.763

8,6

11,5

23,3

-3,0

 

Atvinnumál........................................

18,092

19.324

19.513

3,6

4,9

6,8

1,0

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

5.646

5.672

5.886

-3,0

1,5

0,5

3,8

 

           Samgöngumál..........................

7.680

8.558

8.316

9,5

7,4

11,4

-2,8

 

Vaxtagreiðslur...................................

10.365

8.741

14.393

7,7

-22

-15,7

64,7

 

Aðrar greiðslur..................................

6.504

6.343

7.253

4,6

16,5

-2,5

14,3

 

Greiðslur alls.....................................

127.670

138.399

151.887

10,4

5,6

8,4

9,7

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum