Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - desember 2004. Greinargerð: 17. febrúar 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - desember 2004

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2004 liggur nú fyrir. Við samanburð á afkomu fyrri ára verður að hafa í huga að mánaðaruppgjörið er nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum.

Heildaryfirlit. Uppgjörið sýnir að handbært fé frá rekstri var því sem næst í jafnvægi, eða neikvætt um 0,3 milljarða króna. Það er tæpum 10 milljörðum betri staða en um áramótin þar á undan, en heldur lakara en spáð var sl. haust eða sem nemur 2½ milljarði króna.

Tekjur. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 280,7 milljörðum króna á árinu 2004 og hækkuðu um 21 milljarð króna frá árinu á undan, eða um 8,1%. Þetta er liðlega 1,3 milljörðum króna meiri innheimta en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2004. Skatttekjur ríkissjóðs námu þar af um 260,7 milljörðum króna og hækkuðu um 13,1% frá fyrra ári sem er 3,1 milljarði króna meiri innheimta en áætlanir gerðu ráð fyrir. Til samanburðar má nefna að almennt verðlag hækkaði um 3,2% á tímabilinu þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 9,6%.

Innheimta skatttekna á tekjur og hagnað hækkuðu um 10,7% frá fyrra ári. Þar af skiluðu tekjuskattar einstaklinga um 6,7 milljörðum krónum meira en árið 2003, sem er 12% aukning og tekjuskattar lögaðila skiluðu 0,8 milljarði króna meira en í fyrra, sem er 8,3% aukning. Innheimta tryggingagjalda jókst um 11,1% á milli ára en til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 4,7% á sama tímabili. Tekjur af eignarskatti hækkuðu einnig frá fyrra ári, eða um 38,8% sem jafngildir 34,5% raunhækkun. Þar munar mestu um aukningu í innheimtu stimpilgjalda en þau hafa aukist um 73,6% á milli ára enda urðu miklar breytingar á íbúðarlánamarkaði á síðastliðnu ári sem leiddi til þess að fasteignaviðskipti og endurfjármögnun húsnæðislána jukust til muna. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs jókst um 13,4% frá 2003 eða um 9,9% að raungildi. Þar af vegur 13,5% aukin innheimta virðisaukaskatts þyngst en aðrir óbeinir skattar jukust um 13,1%. Þess má geta að töluverð aukning var í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða um 37,4% en hana má fyrst og fremst rekja til aukningu í innflutningi bifreiða. 

Gjöld. Útgreiðslur ríkissjóðs námu 280 milljörðum króna á árinu 2004. Það er hækkun um tæpa 12 milljarða frá fyrra ári, eða 4,3%. Hækkunin kemur nær alfarið fram í félagsmálum, sem hækka um 11 milljarða. Greiðslur til þess málaflokks nema tæpum ⅔ af heildarútgreiðslum ríkissjóðs. Þannig hækka greiðslur til almannatrygginga um 3,8 milljarða, til heilbrigðismála um 3,2 milljarða og til fræðslumála um 1,9 milljarða króna. Hjá atvinnumálum munar mestu um 2 milljarða hækkun til samgöngumála. Á móti vega lækkanir til ákveðinna málaflokka og munar þar langmestu um 1,9 milljarða lægri vaxtagreiðslur heldur en árið 2003. Aðrar breytingar milli ára vega minna. Greiðslurnar eru í heild tæpum 8 milljörðum innan marka fjárheimilda og munar þar mestu um ónýttar inneignir til samgöngumála.

Lánahreyfingar. Lántökur námu 25,9 milljörðum króna, en afborganir voru 32,5 milljarðar. Auk þess voru greiddir 7,5 milljarðar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé jókst um 8,3 milljarða á árinu.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-desember

(Í milljónum króna)

 

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

207.385

218.642

227.258

239.429

280.696

Greidd gjöld....................................................

195.411

221.305

246.810

268.714

280.382

Tekjujöfnuður.................................................

11.974

-2.663

-19.522

-29.108

315

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

88

1.106

3.252

10.177

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

2.642

-1.242

1.688

9.836

-607

Handbært fé frá rekstri..................................

14.704

-2.799

-14.612

-9.272

-292

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

1.844

-22.915

10.478

21.115

22.700

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

16.548

-25.714

-4.134

11.843

22.408

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-34.542

-22.407

-32.298

-30.702

-32.477

   Innanlands....................................................

-21.007

-7.603

12.217

-18.252

-7.291

   Erlendis.........................................................

-13.534

-14.804

20.081

-12.450

-25.186

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-7.000

-12.500

-9.000

-7.500

-7.500

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-24.994

-60.620

-45.432

-26.359

-17.569

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

25.296

61.445

42.914

24.749

25.867

   Innanlands....................................................

3.564

12.751

12.361

28.334

9.740

   Erlendis........................................................

21.731

48.695

30.553

-3.584

16.127

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

302

825

-2.518

-1.610

8.298

Tekjur ríkissjóðs janúar-desember

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild............................

212.049

230.539

260.720

5,3

4,3

8,7

13,1

  Skattar á tekjur og hagnað..........

67.058

75.265

83.323

14,1

4,4

12,2

10,7

    Tekjuskattur einstaklinga..............

52.635

55.847

62.561

16,8

6,4

6,1

12,0

    Tekjuskattur lögaðila....................

6.788

10.083

10.922

4,8

-21,5

48,5

8,3

    Skattur á fjármagnstekjur o.fl........

7.634

9.336

9.841

7,6

25,1

22,3

5,4

  Tryggingagjöld..............................

22.431

25.013

27.790

9,8

7,0

11,5

11,1

  Eignarskattar.................................

11.037

8.676

12.046

8,7

3,1

-21,4

38,8

  Skattar á vöru og þjónustu...........

110.814

120.866

137.038

-1,0

3,8

9,1

13,4

    Virðisaukaskattur..........................

73.645

80.264

91.098

1,3

5,3

9,0

13,5

Aðrir óbeinir skattar.........................

37.169

40.601

45.941

-3,7

1

9,2

13,1

     Þar af:

     Vörugjöld af ökutækjum..............

2.866

4.422

6.074

-40,4

-4,3

54,4

37,4

     Vörugjöld af bensíni....................

7.382

7.464

8.320

-1,7

-0,6

1,1

11,5

     Þungaskattur.............................

4.722

4.957

5.825

5,8

-1,8

5

17,5

     Áfengisgjald og tóbaksgjald........

8.827

9.892

10.217

-1,5

0,4

12,1

3,3

     Annað.........................................

13.372

13.866

15.505

0,8

4,5

3,7

11,8

  Aðrir skattar...................................

709

719

523

15,3

15,1

1,3

-27,2

Aðrar tekjur......................................

21.713

29.244

19.977

21,5

23,4

34,7

-31,7

 Tekjur alls........................................

233.762

259.783

280.696

6,4

5,8

11,1

8,1

Gjöld ríkissjóðs janúar-desember

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

Almenn mál........................................

27.119

27.672

28.692

3,3

12,4

2,0

3,7

 

Almenn opinber mál.........................

14.941

15.093

15.233

2,5

12,8

1,0

0,9

 

Löggæsla og öryggismál..................

12.178

12.579

13.459

4,2

12,0

3,3

7,0

 

Félagsmál..........................................

154.233

172.132

183.182

15,2

13,4

11,6

6,4

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

32.588

35.314

38.564

19,3

11,5

8,4

9,2

 

Heilbrigðismál..........................

64.965

71.490

74.678

9,6

15,1

10,0

4,5

 

Almannatryggingamál..............

47.566

55.121

58.948

20,7

12,9

15,9

6,9

 

Atvinnumál........................................

36.451

40.947

41.999

15,2

6,1

12,3

2,6

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

11.033

11.605

11.664

19,3

5,7

5,2

0,5

 

Samgöngumál..........................

16.078

18.161

20.152

14,2

6,0

13,0

11,0

 

Vaxtagreiðslur...................................

17.789

14.949

13.076

4,3

5,8

-16,0

-12,5

 

Aðrar greiðslur..................................

11.218

13.015

13.432

24,2

12,2

16,0

3,2

 

Greiðslur alls.....................................

246.810

268.714

280.382

13,3

11,5

8,9

4,3

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum