Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar– september 2004. Greinargerð: 4. nóvember 2004.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - september 2004. (PDF 50K)

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggur nú fyrir. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að mánaðaruppgjörið er nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum, þ.e. frá og með janúar 2004. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella og því ekki samanburðarhæf við fyrri ár. Skatttekjur ríkissjóðs eru hins vegar færðar á sambærilegan máta og áður.

Greiðsluafkoma. Samkvæmt septemberuppgjöri reyndist handbært fé frá rekstri neikvætt um 10,4 milljarða króna sem er um 10,9 milljörðum betri staða en á sama tíma í fyrra. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir um 4,4 milljörðum króna lakari stöðu en raun varð á. Skýringin er sú að tekjur hækkuðu um 4,2 milljarða umfram hækkun gjalda. Þá reyndust hreyfingar á viðskiptareikningum 0,2 milljörðum króna hagstæðari en gert var ráð fyrir.

Tekjur. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu heildartekjur ríkissjóðs 201,2 milljörðum króna og hækkuðu um 13,9 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 7,4%. Þar af námu skatttekjur ríkisins tæpum 187,3 milljörðum króna og aðrar rekstrartekjur og fjárframlög rúmlega 13,9 milljörðum króna. Skattar á tekjur og hagnað námu rúmlega 60,3 milljörðum króna og hækkuðu um 10,2 milljarða frá fyrra ári. Þar af hækkuðu tekjuskattar einstaklinga um 4,9 milljarða og innheimta skatta á tekjur og hagnað lögaðila um 4,2 milljarða króna. Innheimta tryggingargjalda nam 20,4 milljörðum króna sem er 10,1% aukning frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,4% á þessu tímabili og almennt verðlag um 2,9%. Innheimta eignaskatta jókst einnig frá síðasta ári eða um 21,6% sem jafngildir um 18,2% raunhækkun. Hvað veltuskatta ríkissjóðs varðar þá endurspeglar innheimta þeirra vaxandi eftirspurn og neyslu heimilanna. Innheimta veltuskatta var 11,6 milljörðum króna meiri en á sama tímabili í fyrra sem jafngildir um 10,2% hækkun að raungildi. Þar munar mestu um innheimtu virðisaukaskatts sem jókst um 13,8% frá fyrra ári, eða 10,6% að raungildi. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að mikil aukning var í innheimtu tekna af vörugjöldum af ökutækjum eða 36,4% og um 18,4% í innheimtu af þungaskatti. Að öllu samanlögðu eru innheimtutölur fyrstu níu mánuði ársins í takt við þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins frá 1. október sl.

Gjöld. Útgreiðslur fyrstu níu mánuði ársins námu 212,9 milljörðum króna og hækkuðu um 17 milljarða króna á milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 12 milljörðum króna, eða um 6%. Hækkun milli ára kemur að langmestu leyti fram í auknum útgjöldum til félagsmála, eða 12,5 milljörðum króna. Undir þann málaflokk falla nær ⅔ hlutar af öllum útgjöldum ríkisins. Þannig hækka greiðslur til heilbrigðismála um 4,3 milljarða, til almannatrygginga um 3,5 milljarða og til fræðslumála um 2,5 milljarða. Hækkun til atvinnumála, sem nemur 3,6 milljörðum króna, skýrist að mestu leyti af hækkun framlaga til vegagerðar. Á móti kemur að vaxtagjöldin lækka um 0,9 milljarða á milli ára. Í heild eru greiðslurnar 9 milljörðum umfram áætlun fjárlaga og þar vegur þyngst greiðslur til almannatrygginga, sem eru 3,5 milljörðum umfram áætlun, sem að hluta til skýrist af tilfærslu milli mánaða. Útgjöld til samgöngumála eru 2,2 milljörðum króna umfram áætlun, en þar er verið að ganga á ónýttar fjárheimildir frá því í fyrra. Greiðslur til heilbrigðismála eru 1,4 milljörðum umfram áætlun fjárlaga.

Lánamál. Lántökur námu 40,7 milljörðum króna en afborganir voru 30,8 milljarðar. Þá voru greiddir 5,6 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 1,8 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-september

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

148.440

158.218

168.001

187.293

201.207

Greidd gjöld....................................................

143.572

165.121

184.347

195.857

212.932

Tekjujöfnuður.................................................

4.868

-6.905

-16.346

-8.564

-11.725

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

0

3

-3.252

-12.013

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

456

-2.662

-1.634

-735

1.320

Handbært fé frá rekstri..................................

5.324

-9.562

-21.232

-21.312

-10.405

Fjármunahreyfingar.......................................

1.664

832

8.382

20.202

7.969

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

6.988

-8.730

-12.850

-1.110

-2.436

Afborganir lána..............................................

-28.764

-22.213

-22.698

-19.498

-30.843

Innanlands....................................................

-15.230

-7.409

-10.597

-7.048

-5.676

  Erlendis.........................................................

-13.534

-14.804

-12.101

-12.450

-25.166

Greiðslur til LSR og LH.................................

-4.500

-10.625

-6.750

-5.625

-5.625

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-27.686

-41.571

-42.297

-26.233

-38.904

Lántökur.........................................................

21.441

36.669

50.238

31.467

40.679

    Innanlands....................................................

2.967

11.843

14.627

30.253

17.430

    Erlendis........................................................

18.474

24.826

35.611

1.214

23.249

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-5.747

-4.901

7.940

5.234

1.775


 

Tekjur ríkissjóðs janúar-september

(Í milljónum króna)


Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild...............................

152.463

162.306

187.264

6,5

3,9

6,5

15,4

    Skattar á tekjur og hagnað.............

49.033

50.120

60.327

21,2

3,0

2,2

20,4

        Tekjuskattur einstaklinga...............

37.545

39.414

44.306

17,0

9,4

5,0

12,4

        Tekjuskattur lögaðila.....................

4.428

3.264

7.473

36,4

-39,3

-26,3

128,9

        Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

7.061

7.442

8.548

30,4

17,3

5,4

14,9

    Tryggingagjöld................................

16.828

18.527

20.405

10,7

8,5

10,1

10,1

    Eignarskattar...................................

7.337

6.174

7.509

9,9

-2,2

-15,8

21,6

    Skattar á vöru og þjónustu.............

78.799

86.996

98.658

-2,1

4,1

10,4

13,4

        Virðisaukaskattur..........................

51.122

56.313

64.064

-0,9

6,3

10,2

13,8

 Aðrir óbeinir skattar.........................

27.677

30.683

34.594

-4,0

0,2

10,9

12,7

        Þar af:

        Vörugjöld af ökutækjum..............

2.178

3.353

4.571

-42,3

-7,2

54,0

36,3

        Vörugjöld af bensíni.....................

5.592

5.812

6.481

-3,5

-1,4

3,9

11,5

        Þungaskattur.............................

3.654

3.772

4.469

8,0

-3,1

3,3

18,5

        Áfengisgjald og tóbaksgjald........

6.374

7.432

7.667

-1,9

1,0

16,6

3,2

        Annað............................................

9.879

10.314

11.406

6,8

3,8

4,4

10,6

  Aðrir skattar......................................

465

489

365

17,9

8,7

5,3

-25,5

Aðrar tekjur.........................................

15.538

24.987

13.943

7,5

35,7

60,8

-44,2

 Tekjur alls...........................................

168.001

187.293

201.207

6,6

6,2

11,5

7,4


 

Gjöld ríkissjóðs janúar-september

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

20.057

19.917

21.758

4,3

20,7

-0,7

9,2

    Almenn opinber mál.........................

11.354

10.871

11.825

6,5

19,6

-4,2

8,8

    Löggæsla og öryggismál..................

8.703

9.046

9.932

1,5

22,1

3,9

9,8

Félagsmál..........................................

112.582

125.717

138.235

14,6

13,5

11,7

10,0

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

23.831

25.754

29.679

14,2

12,4

8,1

15,2

             Heilbrigðismál..........................

46.289

51.417

55.726

9,8

15,9

11,1

8,4

             Almannatryggingamál..............

35.916

41.296

44.748

21,6

11,1

15,0

8,4

Atvinnumál........................................

27.268

28.686

32.250

18,8

3,8

5,2

12,4

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

8.210

8.251

8.795

23,5

1,8

0,5

6,6

            Samgöngumál..........................

12.315

13.178

15.744

17,9

5,0

7,0

19,5

Vaxtagreiðslur...................................

16.403

12.442

11.521

10,2

7,3

-24,1

-7,4

Aðrar greiðslur..................................

8.036

9.095

9.169

52,0

3,9

13,2

0,8

Greiðslur alls.....................................

184.347

195.857

212.933

15,0

11,6

6,2

8,7


 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum