Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júní. Greinargerð: 12. ágúst 2004

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júní 2004

Afkoma ríkissjóðs janúar– júní 2004

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs eru nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að færsla gjalda er nú nær rekstrargrunni en áður. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella sem veldur því að tölur eru ekki samanburðarhæfar milli ára. Tekjur ríkissjóðs eru hins vegar gerðar upp á sambærilegan máta og áður.

Samkvæmt júníuppgjöri er handbært fé frá rekstri neikvætt um 1,5 milljarða króna sem er 7,6 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 4 milljarða neikvæðri stöðu og kemur frávikið fram í 2,5 milljarða hagstæðari tekjujöfnuði en áætlað var. Hreyfingar á viðskiptareikningum reyndust i samræmi við áætlanir.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 133,5 milljörðum króna sem er rúmlega 5,5 milljörðum króna meiri innheimta en gert var ráð fyrir í áætlunum. Þar af námu skatttekjur tæpum 124,7 milljörðum og aðrar rekstrartekjur og fjárframlög um 8,8 milljörðum króna. Engin eignasala átti sér stað á fyrstu 6 mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra nam hún 12,2 milljörðum króna. Skatttekjur ríkissjóðs hækkuðu um 14,8% á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra sem jafngildir um 11,9% hækkun að raungildi. Skattar á tekjur og hagnað námu tæplega 42,2 milljörðum króna og hækkuðu um 6,5 milljarða frá fyrra ári. Þar af hækkuðu tekjuskattar einstaklinga um 3,2 milljarða króna og innheimta skatta á tekjur og hagnað lögaðila var 2,7 milljörðum króna meiri. Innheimta tryggingagjalda nam um 13,5 milljörðum króna sem er 13,1% hærra frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4% á fyrri helmingi ársins og almennt verðlag hækkaði um 2,6%. Innheimta eignaskatta var einnig meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og um 18,1% hærri miðað við sama tímabil á árinu 2003. Innheimta stimpilgjalda spilar þar stórt hlutverk en þau voru 0,6 milljarði hærri en á síðasta ári og um 30% hærri en gert var ráð fyrir. Enda hefur lítið lát verið á fasteignakaupum landsmanna undanfarið og skuldsetning heimila og lántökur hafa verið í örum vexti. Hvað veltuskatta ríkissjóðs varðar þá endurspeglar innheimta þeirra ört vaxandi eftirspurn og neyslu heimila. Raunbreyting veltuskatta ríkissjóðs var 10,7% hærri frá sama tíma í fyrra, innheimta vörugjalda af ökutækjum hækkaði um tæp 36% og þungaskattur um 11,6% að raungildi frá fyrra ári.

Greidd gjöld á fyrri helmingi ársins nema 136,9 milljörðum króna og hækka um 9,3 milljarða milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 4 milljörðum. Hækkun milli ára er mest hjá almannatryggingum, eða 5,4 milljarðar. Þar undir falla lífeyris-, örorku- og atvinnuleysisbætur, auk fæðingarorlofsgreiðslna. Þar næst hækka greiðslur um 1,8 milljarða vegna heilbrigðismála og 1,4 milljarða hjá fræðslumálum, en á móti vegur 1,6 milljarða lækkun vaxtagjalda. Önnur frávik eru minni.

Greiðslurnar eru um 3 milljörðum umfram greiðsluáætlun fjárlaga í heild, eða um 2%. Þar munar mestu um greiðslur til heilbrigðisráðuneytis eða um 3 milljarða króna og 1,4 milljarða hjá félagsmálaráðuneyti. Á móti vega 1,4 milljarða lægri vaxtagreiðslur.

Lántökur námu 35 milljörðum króna en afborganir voru 29 milljarðar. Þá voru greiddir 3,8 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafgangur jókst um 2,8 milljarða á fyrri helmingi ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-júní

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

100.720

107.927

113.205

130.556

133.537

Greidd gjöld....................................................

90.079

109.578

120.944

127.670

136.937

Tekjujöfnuður ................................................

10.641

-1.651

-7.739

2.886

-3.401

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl………...........

0

3

39

-12.059

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda .......

2.197

-1.929

277

114

1.945

Handbært fé frá rekstri................................

12.838

-3.577

-7.423

-9.058

-1.456

Fjármunahreyfingar.......................................

825

-89

3.079

17.482

1.902

Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................

13.663

-3.669

-4.344

8.424

446

Greiðslur til LSR og LH...............................

-3.000

-7.500

-4.500

-3.750

-3.750

Afborganir lána............................................

-20.555

-21.982

-19.484

-17.952

-28.604

Innanlands..................................................

-11.746

-7.230

-9.344

-5.545

-3.600

Erlendis.......................................................

-8.808

-14.753

-10.141

-12.408

-25.004

Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................

-9.891

-33.151

-28.328

-13.279

-31.908

Lántökur.......................................................

9.473

31.359

24.892

14.038

34.778

Innanlands..................................................

2.101

10.538

6.937

12.661

11.228

Erlendis......................................................

7.371

20.821

17.955

1.377

23.551

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................

-418

-1.793

-3.435

760

2.870

Tekjur ríkissjóðs janúar-júní

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild...............................

104.303

108.589

124.694

6,4

4,5

4,1

14,8

Skattar á tekjur og hagnað.............

35.988

35.682

42.182

19,5

4,2

-0,9

18,2

Tekjuskattur einstaklinga...............

26.758

27.754

30.961

13,7

13,2

3,7

11,6

Tekjuskattur lögaðila.....................

3.519

2.157

4.876

39,8

-41,2

-38,7

126,0

Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.711

5.771

6.345

28,5

16,4

1,1

9,9

Tryggingagjöld................................

11.059

11.889

13.450

8,8

10,3

7,5

13,1

Eignarskattar...................................

5.099

4.050

4.781

17,0

-2,3

-20,6

18,1

Skattar á vöru og þjónustu.............

51.840

56.669

64.057

-2,4

4,1

9,3

13,0

Virðisaukaskattur..........................

35.072

38.017

43.200

-0,8

7,7

8,4

13,6

Aðrir óbeinir skattar.........................

16.768

18.652

20.857

-5,2

-2,6

11,2

11,8

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum..............

1.424

2.082

2.904

-37,5

-17,1

46,2

39,5

Vörugjöld af bensíni.....................

3.494

3.475

3.934

-4,6

-2,2

-0,5

13,2

Þungaskattur.............................

1.953

1.986

2.273

11,8

-6,1

1,7

14,5

Áfengisgjald og tóbaksgjald........

3.945

4.709

4.823

-6,7

2,0

19,4

2,4

Annað............................................

5.950

6.399

6.924

5,5

-0,5

7,5

8,2

Aðrir skattar......................................

317

299

224

34,8

8,9

-5,7

-25,1

Aðrar tekjur.........................................

8.941

21.967

8.844

16,9

10,7

145,7

-59,7

Tekjur alls...........................................

113.244

130.556

133.537

7,2

4,9

15,3

2,3

Gjöld ríkissjóðs janúar-júní

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

12.973

13.301

13.579

1,7

16,4

2,5

2,1

Almenn opinber mál.........................

7.393

7.343

7.302

-1,1

22,2

-0,7

-0,6

Löggæsla og öryggismál..................

5.579

5.958

6.277

5,2

9,3

6,8

5,4

Félagsmál..........................................

71.858

79.407

89.615

20,5

12,1

10,5

12,9

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

16.609

17.785

20.097

15,8

11,8

7,1

13,0

Heilbrigðismál..........................

30.141

33.830

35.665

19,4

13,8

12,2

5,4

Almannatryggingamál..............

20.799

23.200

28.611

27,4

8,6

11,5

23,3

Atvinnumál........................................

17.243

18.092

18.660

23,5

3,6

4,9

3,1

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

5.564

5.646

5.620

27,5

-3,0

1,5

-0,5

Samgöngumál..........................

7.153

7.680

8.207

25,1

9,5

7,4

6,9

Vaxtagreiðslur...................................

13.288

10.365

8.741

37,7

7,7

-22,0

-15,7

Aðrar greiðslur..................................

5.581

6.504

6.343

53,0

4,6

16,5

-2,5

Greiðslur alls.....................................

120.944

127.670

136.937

21,6

10,4

5,6

7,3



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum