Hoppa yfir valmynd
27. september 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir.

Handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um 33,7 ma.kr. samanborið við 54,4 ma.kr. á sama tímabili 2011.

Tekjur reyndust 40,8 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 12,4 ma.kr. milli ára.

Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 61,8 ma.kr. Hluti af því fráviki skýrist með því að raundreifing gjalda og tekna hefur verið önnur en gert var ráð fyrir. Inni í heimildum er jafnframt búið að taka tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum