Hoppa yfir valmynd
1. október 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2009

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 ma.kr., sem er 95 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 ma.kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 ma.kr.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-ágúst 2005-2009

Í milljónum króna

2005

2006

2007

2008

2009

Innheimtar tekjur

219 294

246 109

286 074

294 326

276 404

Greidd gjöld

203 787

209 728

239 188

281 885

346 684

Tekjujöfnuður

15 507

36 381

46 886

12 441

-70 280

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-

1 505

-

-

Breyting viðskiptahreyfinga

791

- 823

-3 046

4 191

-8 420

Handbært fé frá rekstri

16 298

35 558

45 346

16 633

-78 700

Fjármunahreyfingar

11 260

-2 339

-67 758

8 538

11 983

Hreinn lánsfjárjöfnuður

27 558

33 219

-22 412

25 171

-66 717

Afborganir lána

-33 363

-32 592

-36 443

-38 129

-72 740

   Innanlands

-14 015

-9 719

-22 243

-22 662

-72 740

   Erlendis

-19 348

-22 873

-14 199

-15 467

-

Greiðslur til LSR og LH

-2 600

-2 640

-2 640

-2 640

-

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-8 406

-2 013

-61 496

-15 598

-139 457

Lántökur

15 832

25 247

57 515

147 531

169 889

   Innanlands

11 555

17 673

54 181

85 647

162 540

   Erlendis

4 277

7 574

3 334

61 884

7 348

Breyting á handbæru fé

7 426

23 234

-3 981

131 933

30 432



 Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins voru rúmlega 276 ma.kr. sem er 18 ma.kr. minna en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að tekjur tímabilsins yrðu rúmlega 282 ma.kr. og er frávikið því neikvætt um 6 ma.kr. Innheimtan hefur verið minni en reiknað var með í áætlun fjárlaga allt frá ársbyrjun. Frávikið það sem af er ári er þó minna nú en áður þar sem innheimta ágústmánaðar var óvenjumikil eða 49,4 ma.kr. Tvær meginskýringar eru á því: Eindagi fjármagns­tekju­skatts af staðgreiðsluskyldum fjármagns­tekjum á fyrstu tveimur árs­fjórðungum ársins var í byrjun ágúst, sbr. 5. gr. og bráðabirgða­ákvæði III í lögum nr. 70/2009 frá sl. sumri ("bandorminum" um ráðstafanir í ríkis­fjár­málum). Með þessari ráðstöfun er skilum flýtt á skatttekjum til ríkissjóðs og greiðslu­afkoman á þessu ári bætt. Hún leiðir jafnframt til þess að tölur um tekjur og skatta á tímabilinu janúar-ágúst 2009 eru ekki samanburðarhæfar við tölur fyrri ára nema leiðrétt sé fyrir áhrifum þessarar breytingar á fjármagns­tekjuskattinn. Hin skýringin á mikilli innheimtu í ágústmánuði liggur í innheimtu virðis­auka­skatts. Um þetta er nánar fjallað hér á eftir.

Tekjur ríkissjóðs janúar-ágúst 2007-2009

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2007

2008

2009

 

2007

2008

2009

Skatttekjur og tryggingagjöld

258 929

267 640

243 826

 

12,3

3,4

-8,9

Skattar á tekjur og hagnað

93 551

102 909

101 884

 

18,5

10,0

-1,0

Tekjuskattur einstaklinga

53 787

57 129

53 307

 

11,7

6,2

-6,7

Tekjuskattur lögaðila

16 533

17 636

10 584

 

5,0

6,7

-40,0

Skattur á fjármagnstekjur

23 231

28 144

37 992

 

54,0

21,1

35,0

Eignarskattar

7 336

5 526

3 147

 

15,4

-24,7

-43,0

Skattar á vöru og þjónustu

126 407

124 872

106 240

 

8,1

-1,2

-14,9

Virðisaukaskattur

88 509

87 108

72 579

 

9,7

-1,6

-16,7

Vörugjöld af ökutækjum

6 986

6 352

1 355

 

-8,0

-9,1

-78,7

Vörugjöld af bensíni

6 103

5 921

6 943

 

2,3

-3,0

17,3

Skattar á olíu

4 826

4 929

4 560

 

11,2

2,1

-7,5

Áfengisgjald og tóbaksgjald

7 860

8 002

9 133

 

4,8

1,8

14,1

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

12 123

12 558

11 671

 

11,5

3,6

-7,1

Tollar og aðflutningsgjöld

3 405

3 978

3 087

 

33,7

16,8

-22,4

Aðrir skattar

2 305

2 877

3 977

 

68,5

24,8

38,2

Tryggingagjöld

25 924

27 479

25 491

 

6,6

6,0

-7,2

Fjárframlög

 702

 207

 359

 

-4,6

-70,5

73,5

Aðrar tekjur

19 570

24 196

31 778

 

36,4

23,6

31,3

Sala eigna

6 873

2 283

 441

 

-

-

-

Tekjur alls

286 074

294 326

276 404

 

16,2

2,9

-6,1



Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 244 ma.kr. sem er 8,9% samdráttur að nafnvirði eða 22,6% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis). Skattar á tekjur og hagnað námu tæpum 102 ma.kr. og drógust saman um 1,0% að nafn­virði samanborið við fyrstu átta mánuði ársins 2008.

Innheimtur fjármagnstekjuskattur í mánuðinum var 9,3 ma.kr. og eru 8,2 ma. þar af skattur á fjármagnstekjur á fyrri helmingi ársins, sem nú var skilað í ríkissjóð í fyrsta sinn eftir nýjum reglum um ársfjórðungslega gjalddaga. Hvert gjaldtímabil er einn ársfjórðungur héðan í frá, en fyrsta gjaldtímabilið sem hinar nýju reglur giltu um var þó fyrstu tveir árs­fjórðungar ársins. Tekjuskattur einstaklinga nam 6,9 ma.kr. í mánuðinum. Þar af voru 220 milljónir króna 8% viðbótarskattur á mánaðartekjur yfir 700 þús.kr. sem gildi tók 1. júlí sl. Tekju­skattur lögaðila var 1,4 ma.kr. í ágúst og tæplega 11 ma.kr. alls frá ársbyrjun. Eignar­skattar námu aðeins 273 m.kr. í ágúst og 3,1 ma.kr. alls frá ársbyrjun.

Innheimta skatta á vöru og þjónustu nam rúmlega 106 ma.kr. á tímabilinu og dróst saman um 14,9% að nafnvirði á milli ára eða 27,7% að raunvirði (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Þegar litið er á 4 mánaða meðaltal er raunlækkunin á milli ára 23,6%, eins og sjá má á myndinni á næstu síðu. Myndin sýnir einnig þróun skatttekna í heild og þarf að gæta vel að því að gögnin sýna innheimtu en ekki álagningu skatta, og að sú sérstaka aðgerð að fjölga gjalddögum skila á fjármagns­tekjuskatti til ríkissjóðs leiddi til þess að 8,2 ma.kr. tekjur komu í ríkissjóð í ágúst sem hefðu annars ekki komið fyrr en í janúar 2010. Myndin sýnir að mesti samdrátturinn miðað við fyrra ár virðist vera að baki þótt allir helstu skattstofnar séu enn að dragast saman að raunvirði.


Virðisaukaskattur, sem er stærsti hluti veltuskattanna, nam 16,1 ma.kr. í ágúst sem er hið langmesta í einum mánuði frá ársbyrjun. Frá upphafi ársins hefur virðisaukaskattur alls skilað tæplega 73 ma.kr. í ríkissjóð og hefur hann dregist saman um 14 ma.kr. frá sama tíma 2008. Sam­dráttur­inn nemur 16,7% að nafnvirði eða sem samsvarar 29,2% að raunvirði. Á þessu ári hefur mestur hluti innheimts virðisaukaskatts verið af sölu vöru og þjónustu innanlands en mun minna af innflutningi en í fyrra. Tveggja mánaða sveiflan í innheimtunni hefur því verið þannig í ár að í febrúar, apríl, júní og ágúst hefur innheimtan verið talsvert meiri en í hinum mánuðum. Að hluta til eru sérstakar skýringar á mikilli innheimtu ágústmánaðar. Hún kemur að mestu af smásölu á þriðja virðisaukaskattstímabili ársins, þ.e. maí og júní, og var tæpum 9 ma.kr. meiri en í ágúst í fyrra. Þar af má reikna með að milli 3 og 4 ma.kr. séu tilfærsla frá júlímánuði vegna þeirrar heimildar sem veitt hefur verið til að dreifa greiðslu virðisaukaskatts af innflutningi yfir þrjá mánuði. Í júlímánuði var því aðeins þriðjungur virðisaukaskatts 3. gjaldtímabilsins á gjalddaga en hinir tveir þriðjungarnir í ágúst og september. Þá hefur það einhver áhrif á innheimtu ágústmánaðar að átak var gert í að selja nýja bíla á tilboðum snemma í sumar, og gæti virðisaukaskattur þar af hafa numið a.m.k. hálfum milljarði króna. Árstíðarbundin sveifla tengd neyslu ferðamanna er óvenjusterk í ár vegna mikils fjölda erlendra ferða­manna og meiri ferða­laga Íslendinga innanlands en undanfarin sumur. Loks má nefna að þróun væntinga neytenda á þessum tíma (maí-júní) um gengi krónunnar til skamms tíma, á þá leið að lengra yrði að bíða gengisstyrkingar og lækkunar innflutningsverðs, kann að skýra aukningu neyslu miðað við mánuðina á undan að einhverju leyti. Sjá má þróun virðisaukaskatts á næstu mynd. Hinn skrykkjótti ferill síðustu mánuðina sýnir umskiptin sem hafa orðið milli ára hvað varðar skiptingu skattstofnsins í innflutning annars vegar og veltu innanlands hins vegar, og ólíka þróun hvors um sig.

Hvað aðra helstu liði veltutengdra skatta varðar er samdrátturinn milli ára mestur í vörugjöldum af ökutækjum eða 78,7%. Þá jukust vörugjöld af bensíni um 17,3% að nafnvirði á milli ára en olíugjald dróst saman um 7,5%. Gjöld á bensín og olíu voru hækkuð um 12,5% undir lok árs 2008 og hækkuð frekar í lok maí 2009. Samdráttur tekna af olíu­gjald­inu þrátt fyrir hækkun gjaldsins er til marks um hve mjög hefur dregið úr akstri olíu­knúinna ökutækja miðað við sama tímabil 2008. Í forsendum fjárlaga var reiknað með að olíu­notkun drægist meira saman en bensínnotkun en samdráttur þeirrar fyrrnefndu hefur þó verið talsvert meiri en búist var við. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu rúmum 3 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum voru rúmlega 25 ma.kr. sem er samdráttur um annars vegar 22,4% og hins vegar 7,2% á milli ára. Tryggingagjald var hækkað úr 5,34% í 7,00% þann 1. júlí sl. og koma jákvæð áhrif þess á tekjur ríkissjóðs í fyrsta sinn fram í innheimtu­tölum ágústmánaðar.

Aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs jukust umtalsvert miðað við janúar-ágúst árið 2008 en þær voru tæplega 32 ma.kr. sem endurspeglar 31,3% hækkun að nafnvirði. Í áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir rúmum 22 ma.kr. og skýrist 10 ma.kr. frávikið af verulega breyttum for­sendum vaxtatekjuáætlunar ársins.

Greidd gjöld nema 346,7 ma.kr. og hækka um 64,8 ma.kr. frá fyrra ári, eða 23%. Milli ára hækka vaxtagjöld ríkissjóðs mest eða 22,7 ma.kr. Þá hækkuðu útgjöld til almanna­trygginga og velferðarmála um 20 ma.kr. sem skýrist að mestu með 15,5 ma.kr. hækkun útgjalda Atvinnu­leysis­tryggingasjóðs á milli ára, 3,3 ma.kr. hækkun á vaxtabótum og 1,1 ma.kr. hækkun á barnabótum. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,5 ma.kr. milli ára þar sem útgjöld til Sjúkratrygginga skýra 6,3 ma.kr. Útgjöld til menntamála aukast um 2,9 ma.kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,1 ma.kr. milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,8 ma.kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,7 ma.kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 0,6 ma.kr. og Hafnarbótasjóður 1,0 ma.kr. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 646 milljónir króna á milli ára. Óregluleg útgjöld aukast um 2,2 ma.kr. milli ára sem skýrist með að mestu með fjár­magnstekjuskatti greiddum af ríkissjóði sem eykst um 2,3 ma.kr. milli ára. Útgjöld til löggæslu, réttar­gæslu og öryggismála aukast um 2,0 ma.kr. milli ára þar sem fjárfesting Landhelgissjóðs í varðskipi og flugvél skýra aukninguna að langstærstu leyti. Breytingar í öðrum málaflokkum eru minni en þau sem áður hafa verið talin.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 139 ma.kr. í ágúst á móti neikvæðum láns­fjár­jöfnuði um 15,6 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 66,7 ma.kr. og lækkar um 91,9 ma.kr. milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 154 ma.kr. og ríkisvíxla fyrir um 8,5 ma.kr. Þá tók ríkissjóður lán frá Færeyjum í mars að fjárhæð 300 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,4 ma.kr. íslenskra króna. Afborganir námu 72,7 ma.kr. og er þar að stærstum hluta um að ræða innlausn ríkisbréfaflokka á gjalddaga í júní að fjárhæð 70,7 ma.kr.

Gjöld ríkissjóðs janúar-ágúst 2007-2009

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2007

2008

2009

 

2008

2009

Almenn opinber þjónusta

32 538

39 138

65 040

 

20,3

66,2

Þar af vaxtagreiðslur

10 653

12 318

34 495

 

15,6

180,0

Varnarmál

 412

 754

1 071

 

83,0

42,0

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

10 566

13 135

15 128

 

24,3

15,2

Efnahags- og atvinnumál

30 640

40 074

42 735

 

30,8

6,6

Umhverfisvernd

2 559

2 935

2 860

 

14,7

-2,6

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

 289

 357

 422

 

23,5

18,2

Heilbrigðismál

61 123

68 188

75 711

 

11,6

11,0

Menningar- íþrótta- og trúmál

10 550

11 381

12 628

 

7,9

11,0

Menntamál

26 238

28 965

31 892

 

10,4

10,1

Almannatryggingar og velferðarmál

58 443

71 156

91 188

 

21,8

28,2

Óregluleg útgjöld

5 829

5 801

8 009

 

-0,5

38,1

Gjöld alls

239 188

281 885

346 684

 

17,9

23,0



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum